Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 40

Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 40
og hann hafði minnst á hana sem „ljómandi stúlku“, én þetta var í fyrsta sinn, sem hún kom heim til okkar. Páll ætlaði að mála hana og hún var komin í fyrsta skiptið. Þegar ég kom inn í borðstofuna, var hún niðursokkin í að skoða myndablöð. Hún leit ekki upp, þegar ég kom inn, en hélt áfram að fletta blaðinu, án þess að taka eftir nærveru minni. En þegar hún leit til hliðar og sló öskuna af vindlingnum, kom hún auga á mig. „Góðan dag“, sagði liún, „eruð þér Dóra?“ ÉG FANN strax á þessum fimm orðum, að hún liafði andúð á mép-, en áður en ég gat sagt nokkuð kom Páll þjótandi innan úr vinnustof- unni. „Jæja, þarna eruð þér“, hrópaði hún og brosti blítt. „Við Dóra vor- um að verða vinir“. Vinir! Vinir, ekki nema það þó! Ég myndi ekki hafa notað þau orð um þessi fyrstu kynni okkar. Nei, ég mun í rauninni ekki sakna borðstofunnar. En vinnustofan —- ég mun oft minnast hennar. Löngu vetrarkvöldanna, þegar við vorum þar tvö ein. Páll sitjandi í hægindastólnum fyrir framan ar- ininn. Ég krjúpandi á svæfli við fætur hans níeð höfuðið á knjám hans. Og sunnudagsmorgnana, þegar Páll var að draga síðustu pensil- drættina, og ég sat við gluggann og beið þess, að hann legði frá sér penslana og segði: „Jæja, Dóra mín, nú er enn ein fullgerð. Og nú er ég þér til þjón- ustu. IJvað á að gera? Fara í veiði- ferð? Út að ganga? Eða bara liggja í 'leti úti í garði?“ Ef til vill ætti ég að fara upp á loft, áður en vinnustofan færir mér fleiri minningar frá þessum liðnu ■dSgum. Svefnherbergið er baðað í sólskini og fátt minnir mig nú á löngu næturnar, þegar ég sat fram- an við flöktandi eldinn og hlustaði á hinn erfiða andardrátt hans, vissi að hann átti svo bágt með að anda, en gat ekkert hjálpað hon- um. Það voru skelfiiegir dagar. Ég gat ekki borðað, ekki sofið, og all- an daginn sá ég Pál fvrir hugskots- sjónum mínum, er hann hélt sér með köldum fingrum í ísskörina — á ísnum þar .sem hann nokkrum mínútum áður hafði rennt sér yf- ir, kátur og glaður, og kallað mig huglevsingja fvrir að koma ekki með sér. Ég man, hvernig ég reyndi áranguslaust að kalla til mannanna, sem unnu hjá Hilman. 0, það voru hræðilegir dagar. En loks rann upp sú langþráða stund, þegar hjúkrunarkonan sagði mér, að hann væri úr allri hættu, og eftir fáa daga settist hann upp í rúminu og sagði mér, að ég hefði 34 HEIMILISRITIÐ1

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.