Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 44

Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 44
að lenda í loftárásum aftur, þá myndi ég kjósa mér sendna strönd, því að sprengjan sekkur á kaf og meiðir mjög fáa, þegar hún spring- ur“. Þrjú vitni eru sammála um að fyrstu dagarnir hafi verið verstir, sumpart vegna þess að skipulagið var ekki komið í fast horf, annað hvort af því að útbúnað vantaði eða þá að menn og skip komu ekki á vettvang, þegar hvort þurfti ann- ars við, — og nokkuð vegna þess, að fyrstu mennirnir, sem voru fluttir, voru ekki eingöngu her- menn, heldur herbúðaverkamenn, birgðagæzlumenn, ökumenn og vegagerðarmenn. „Mennirnir urðu betri og betri eftir því sem leið á brottflutninginn. Bftir fyrsta dag- inn voru allir að kalla vel agaðir, þolinmóðir og prúðir. Síðustu tvo dágana voru þeir framúrskarandi“. „Það var dásamlegt að sjá þá undir lokin, næstum því dauðvona af þreytu, en alla nýrakaða og surna hverja syngjandi“. „Frönsku hermennirnir voru lengur að komast um borð heldur en okkar. Þeir vildu helzt ekki fara nema heilar liðsveitir fylgdust að“. „Þeir voru ákaflega hugulsamir. Oft gekk treglega að fá þá til að þiggja bita hjá okkur af því að þeir héldu að við værum matar- litlir“. Sjóliðsforingi, sem var þarna, segir að allan tímann á meðan á brottflutningunum stóð, hafi rosk- inn brezkur hermaður staðið yzt á bryggjuhausnum, algjörlega ó- snortinn af öllu, sem á gekk í kring um hann. A friðartímum hefði þess konar maður verið að selja kvöld- blöðin; — núna virtist hann ekki gjöra annað en að safna saman rifflum. Við landendann á Austurgarðin- um var djúpur og góður kjallari. Þar leituðu margir skjóls, og þar var gert við sár margra manna. Allan þann tíma, sem á flutning- unum stóð, bjó ensk kona í þess- um kjallara. Það var sagt að hún væri frá London, en fólkið hennar byggi í Dunkirk. Hún var alltaf kát og hjálpleg. Hún stundaði særða menn, hitaði te handa þeim, sem voru uppgefnir. Það eru marg- ir, sem óska þess að hún hafi kom- izt heilu og höldnu til Englands. Veðrið var slæmt hinn 29. maí. Eitt af óþægindunum þennan dag var hinn þykki reykjarmökkur yfir hafnarmynninu. Vegna brims með- fram með allri ströndinni varð að nota höfnina fyrir aðalútskipunina þennan dag. En svo mikla reykj- arsvælu lagði út á höfina, að oft var 'illmögulegt að finna mynnið. Menn, sem voru við höfnina sáu ekki skipin á legunni, en þá stund- ina vgru þar raunar tíu. Mennirnir, sem átti að skipa út, gengu eftir hinni löngu trébrú Austurgarðsins til skipanna. Reykskýið huldi þá 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.