Heimilisritið - 01.05.1947, Side 56

Heimilisritið - 01.05.1947, Side 56
heldur sjálfa ef svo mætti segja. Það er gagnstætt skapi hennar að hætta við hálfnað verk. Þegar hún hefur eitthvað verkefni að vinna gengur hún að því heil og óskipt og segir: „Það verður að ganga“. Helena er umburðarlynd. Hún reynir aldrei að knjesetja mig í skoðunum mínum. Hún hefur sín- ar skoðanir og leyfir mér líka að hafa mínar afskiptalaust. Og þar af leiðandi rífst hún ekki. Hún hamast ekki á mér með spurn- ingum eins og þessum: „Af hverju gerirðu nú þetta?“ „Hvenær ætl- arðu að láta verða af því að gera þetta?“ Hún gerir aldrei tilraun til að stjórna vinnu minni, leggja mjer lífsreglur um hvað ég eigi að gera í frístundum mínum, eða hvaða vini ég eigi að velja mér. Hún snuðrar ekki eða njósnar. Ef ég er tregur til að tala, þá lætur hún mig óáreittan. Hún getur beð- ið. Iíún er ekki ein þeirra eigin- kvenna, sem stöðugt heimta skýrsl- ur um, hvar eigmmaðurinn hafi verið, hvað hann hafi verið að gera og með hverjum, livers vegna og til hvers. Helena kann að hlusta, en forvitni hennar er þó í hófi. Hún opnar ekki bréfin mín og heimtar ekki að fá að lesa bréf, sem ég hef skrifað eða leitar í vös- um mínum. Ég hef frið hvað peninga snert- ir. Ekki vegna þess, að það sé of mikið til af þeim. En ég þarf ekki 50 að gefa skýrslu um hvern evri og hún ekki heldur. Ég læt hana hafa peninga vikulega og held nokkru eftir handa sjálfum mér. Hún greiðir það, sem fer til heim- ilisins og í fatnað, en ræður svo sjálf, hvað hún gerir við afgang- inn. Ég greiði tryggingariðgjöld, skatta, læknareikninga og lyfja, en eyði að öðru leyti, eða legg fyrir, eftir eigin geðþótta. Mér er ljóst, að þessi aðferð er á móti ráðlegg- ingum ýmsra, en ég kann vel við hana. Helena er ekki fullkomnunin sjálf. Hún getur verið kenjótt, en þótt það geti stundum-verið leið- inlegt, þá vildi ég ekki að hún væri öðru vísi, því tiltæki hennar setja sinn svip á persónuna. Hún hatar flugur og á það til að rjúka upp og slá til þeirra í ann- arra manna húsum. Hún á það til að líta nokkuð einhliða á málin. Ef það hafa komið þrír rigningar- dagar í septeinber getur hún sagt frá því síðar, „að það hafi verið hellirigning allan september“. Hún nennir naumast að setja nið- ur í ferðatöskur cða skúffur. Þar er allt í óreiðu hjá henni. — Hún jórtrar tyggigúmmí. Hún er skemmtileg, af því að hún skemmtir sér sjálf. Hún hefur ýmist gaman eða leiðindi af lífinu, eftir atvikum, og hún hefur hæfi- leika til að hrífa aðra með sér. Það virðist alltaf sjóða niðri í henni HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.