Heimilisritið - 01.05.1947, Page 59

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 59
FRAMHALDSSAGA VOÐI á ferðum effir Mignon 0: /ber/ierf Nýir lesendur gela byrjað liér: MARCIA GODDEN finnur IVAN eig- inmann sinn myrtan í bókastofu hússins. að kvöldi þess dags, er hann hafði komið lieim úr sjúkrahúsi, en þar liafði BLAKIE læknir, vinur þeirra, hrifið hann úr greip- um dauðans. ANCILL, þjónn Iyans, tilkynnir lögregl- unni morðið og kveðst sjálfur hafa verið í eldhúsinu, þegar morðið var framiði á- samt þjónustustúlkunum EMMU BEEK og DELIU. Lögreglufulltrúinn JAC.OB VVAIT rann- sakar málið og telur að morðingjans sé að leita meðal þeirra er nánastir \'o:'u hinum mvrta. Sér til skelfingar verður Marcia þess vör, að grunurinn beinist að henni og ROB COPLEY, sem býr með VERITY móður sinni í næsta húsi. Þau Rob og Marcia elskast á laun, og hann hefur ein- mitt sama daginn sárbænt hana um að koma til sín — skilja við Ivan, sem var bæði grimmur og óbilgjarn. Marcia er farin að gruna BEATRICE, systur Ivans. En þá er Beatrice skyndilega einnig myrt, meðan Marcia er inni í her- bergi, sem aflsest er að utanverðu. Nú beinist athygli hennar hinsvegar að GALLY frænda hennár, sem d\-elur í húsinu. Hann skýrir Blakie, Rob og henni frá því, að hann hafi verið í næsta herbergi við Ivan, eiumitt þegar morðið A’ar framið, án þess þó, að vita hver morðiuginn muni vera. HEIMILISRITIÐ „Hvað drakkstu marga?“ spurði Blakie. * „Eg man það ekki nákvæmlega. Ég hafði það hugfast, að ég þyrfti að flýta mér aftur inn í bókastof- una, en einhvern veginn fannst mér, að þetta myndi verða í fyrsta og síðasta skiptið, sem ég myndi geta notið einhvers góðs frá Ivan, svo ég fekk mér einn af öðrum. Þetta var fyrirtaks whisky og sód- inn við hendina. Loks herti ég mig upp, og þá fannst mér Ivan, þrátt fyrir allt, vera bezti karl, sem ætti það skilið að ég blandaði honuin einn cocktail, hvað ég og gerði. En þegar ég opnaði borðstofudyrnar heyrði að gengið var eftir anddyris- gólfinu og litlu síðar að útidyra- vhurðinni var skellt aftur, eins og Beatrice einni var lagið. Ég beið því góða stund, til þess að vera viss um að hún væri farin; það hafa að minnsta kosti verið tíu mínút- ur“. „Þegar Beatrice fór“, sagði Rob, „var klukkan kortér yfir sjö, eftir því sem hún sagði“. 53 I

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.