Heimilisritið - 01.05.1947, Page 60
„Sennilegt“, sagið Gally. „En
mér brá í brún, þegar ég kom svo
inn í bókastofuna með múskat-
hnotina í annarri hendinni og cock-
tailglasið í hinni og sá Ivan liggj-
andi steindauðan á gólfinu. Mér
hefur aldrei orðið eins hverft við.
Ilann lá þarna á gólfteppinu, ekki
með nokkru lífsmarki ..Gally
þagnaði með líkbl'eikar varir og
benti á staðinn, þar sem Ivan
Godden hafði legið., Og það var
eins og skuggarnir þarna inni end-
urtækju orðin hvíslandi: „Ekki
með nokkru lífsmarki ... ekki með
nokkru lífsmarki ...“ Þykku,
dökku gluggatjöldin hengu óvenju
þyngslalega niður; blindu augun i
hvíta brjóstlíkaninu af Cæsar virt-
ust sjáandi; glerhurðirnar fyrir
bókaskápunum endurköstuðu
undarlega frá sér myndum af hús-
munum, sem vissu, hvað hér hafði
gerzt.
Rob ók sér í stólnum og sagði
óeðlilegri, þvingaðri rödd: „Nú, og
hvað sástu svo? — Hver myrti
hann?“
Gally horfði með starandi augna-
ráði á gólfteppið. Loks ræskti hann
sig og sagði, án þess að líta af
teppinu:
„Ég sá ekkert annað. Ivan var
dáinn. Ég man að ég tók einhvern
hvítan hlut af gólfinu, en hvað það
var, eða hvað ég gerði af hohum,
veit ég ekki. Þetta er allt eins og
í þoku fyrir mér. Nema hvað ég
var alveg viss um að Ivan væri
dáinn“.
„Athugaðirðu það til fulls!“
spurði Blakie. „Tókstu um púls-
inn á honum eða nokkuð því líkt?“
„Nei, nei, þó ekki væri“, sagði
Gally. „Ég lxafði það þó á með-
vitundinni, að ég mætti ekki siferta
neitt. Mér varð allt í einu ljóst,
að þetta var morð og að ég yrði
að komast sem lengst burt frá
morðstaðnum tafarlaust. Ég fór út
um aðaldyrnar, til þess að forðast
rfiorðingjann, Sem mér einhvern
veginn fannst hafa farið út um
gluggadyrnar. Ég var hræddur og
þéttkenndur“.
„Geturðu skýrt nánar frá burt-
för þinni?“ spurði Blakie.
„Já. Iljá dyrunum lagði ég
múskathnotina frá mér á borð, til
þess að geta opnað dyrnar. Síðar
athugaði ég, að ég myndi hafa skil-
ið hana þar eftir, og með fingra-
förum mínum, en þá hafði einhver
fært hana bak við indverska
blómavasann, áður en lögreglan
tæki eftir hnotinni. Þegar hurðin
féll að stöfum á eftir mér, lét hún
svo hátt, að ég hélt að allir í hús-
inu hefðu orðið þess varir“.
„Ég heyrði það“, sagði Mapcia.
„Það var í seinna skiptið sem mér
heyrðist hún lokast‘\ Það var ótrú-
legt, hvað saga hans kom vel hehn
við allt; hún var þá sönn.
„Ég hafði lagt bílnum við næstu
hliðargötu og flýtti mér þaugað.
54
HEIMILISRITIÐ