Heimilisritið - 01.05.1947, Side 61

Heimilisritið - 01.05.1947, Side 61
En þegar ég kom að krossgötunum tók ég eftir því, að ég var. enn með glasið í hendinni, og fleygði því frá mér í göturennuna. Svo fór ég upp í bílinn og ók eins og af tók eitt- hvað út í buskann. Smátt og smátt róaðist ég, og mér var ljóst, að ég varð að flýta mér í kvöldboðið. Eg samdi því sögu mína og hraðaði mér á áfangastað. Og hingað til hefur sagan ekki verið afsönnuð“. Það var vándræðaleg þögn í stofunni litla stund, eftir að Gally hafði lokið máli sínu. Svo sagði Blakie með alvöruþunga: „Gerirðu þér grein fyrir því, hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir þig?“ „Já, þú þarft ekki að spyrja að því“. „Og samt ætlarðu að. skýra lög- reglunni frá þessu?“ „Því ekki það? Hvað get ég annað? Eg hugsa að þeir viti það nú þegar — eða hafi sterkan grun. Það eina sem ég get gert er að segja þeim sannleikann". Rob leit snöggt til hans og sagði heiftarlega: „Heyrðu! Svaraðu mér hreint út. Ertu viss um, að þú myrtir hann ekki sjálfur?" „Ég? Slíkt hefur aldrei hvarflað að mér“, svaraði Gally,'og bætti við óvænt og napurlega. „En það er meira en þú getur sagt“. „Hvað áttu við með því?“ sagði Rob og augu hans glömpuðu. ,JEg myrti ekki Ivan Godden“. Blakie flýtti sér að ganga á milli: „Gally heldur það ekki. En segou mér eitt, Gally. Sástu ekk- ert, sem gæti gefið bendingu um morðingjann?“ Gally hristi höfuðið. * „Var skápurinn þarna opinn?“ spurði Marcia. „Þegar ég kom að Ivan dauð- um? Nei, elcki tók ég eftir því“. „Hann var ekki dauður“, sagði Rob, en áttaði sig svo á því, að hann hafði talað af sér og sagði: „Ég á við, að það sé hugsanlegt, að hann hafi aðeins verið meðvif- undarlaus, en raknað við seinna“. Gally starði á hann. ..Það hafði mér ekki dottið í hug“, sagði hann. „Hm — skrít- ið. Hvað kemur til að þú heldur það Rob?“ „Ekkert“, svaraði ltob. „Ég sagði bara svona“. Blakie kom honum lil hjálpar, augsýnilega sammála um, að ekki vaeri vert að skýra Gally frá því, þegar Marcia kom að Ivan í and- arslitrunum. „Hvað um þennan hvíta hlut, sem þú tókst upp af gólfinu, Gally?“ spurði Blakie .„Er hugs- anlegt, að hann sé í bílnum — eða í vasa þínum?“ „Ég held varla“, svaraði Gally. „En ég man sem sagt ekkert um hann“. „Var hann úr pappír eða klæði?“ Gally hristi höfuðið. „Ég veit HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.