Heimilisritið - 01.05.1947, Side 64

Heimilisritið - 01.05.1947, Side 64
garðstjörinni. Hún varð að fara inn í hús. Wurlitz hjúkrunarkona myndi fara að undrast um hana. Það varð 'ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að dauði Beatrices var til hags bæði fvrir Marciu sjálfa og Rob. Nú gat Beatrice ekki framar skýrt lögreglunni frá því, er hún kom að Marciu þar sem hún hélt báðum höndum um hnífinn vfir Ivan dauðum. Og nú gat Bea- trice ekki sent lögreglunni bréfið, sem Marcia hafði fengið frá Rob daginn sem Ivan var myrtur. Beatrice gat það ekki — en ein- hver annar gæti það ef til vill. Iíún fór inn, og hjúkrunarkonan bc-ið hennar þar. Litlu síðar borð- uðu þær og Gally kvöldverð Það var ekki fyrr en komið var langt fram á kvöld að sprengjan féll. Síminn hringdi. Það var Verity. Hún sagði við Marciu, án tillits til þess, þótt einhverjir kynnu að hlera símtalið: „Þeir hafa náð í bréfið“. Rödd hennar var framandi og hörð. „Já, þeir hafa fengið bréfið í hendur. Og — og þeir hafa fundið blóð- blett á brúna jakkanum, sem Rob var í þegar Beatrice Var myrt, það er að segja í gærkvöldi“. „Blóð!“ stundi Marcia. „Já, þeir hafa efnagreint það. Blóðflokkurinn er sá sami og blóð- flokkur Beatrices. Það er — það er bara lítill blettur — framan á jakkanum“. XVII. KAPÍTULI ÞETTA voru hræðilegar fréttir. Nú hafði lögreglan í höndum sterkar líkur eða jafnvel sannanir. Það var auðvelt að höfða mál gegn Rob, og enn auðveldara var að höfða mál gegn þeim Rob og Marciu báðum. Auðsætt virtist, að annað hvort þeirra hefði framið morðið. með samþykki hins, eða jafnvel. að þau hefðu bæði átt þátt í því. Hafði nokkur annar jafn- mikið tilefni og þau, til að drýgja glæpinn? Ilafði yfirleitt nokkur annar haft ástæðu til þess? Og auk þess höfðu þau haft tækifæri. Rob var fluttur í gæzluvarðhald um kvöldið. En Wait gerði það í kyrrþey. Hann vildi afla meiri sannana. áður en málið kæmi fyrir rétt. Það var því bót í máli, að blöðin, að morgni laugardagsins, gátu ekkert um þetta. En þó gat Marcia séð fyrip sér risastórar for- síðufvrirsagnir, sem blöðin myndu birta innan skamms og yrðu á þessa leið: „Ungur elskandi fang- elsaður fvrir morð á eiginmanni". Framan af laugardeginum frétt- ist ekkert frá Rob. Blakie kom snemma, og hann, Marcia og Verity töluðu lengi saman. Þau á- kváðu að útvega Rob bezta fáan- lega málflytjandann, sem vö! væri á. — „Burgne er rétti maðurinn“, sagði Blakie. Og þau ætluðu að tala við Rob 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.