Heimilisritið - 01.05.1947, Page 65

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 65
jafnskjótt og lögreglan leyfði það. Verity var niðurbeygð og grágul í framan. Hún átti lengi erfitt með að taka þátt í samtalinu og gekk oft út að glugganum, svo þau hin sæu ekki framan í hana. Marcia sat samanhnipruð í stól, tekin til augnanna af svefnleysi næturinnar. Hún þvingaði sig til að tala um þær sannanir, sem gætu orðið Rob að falli. „Eru þær nægilegar til þess að hann verði talinn sekur?“ spurði hún og skelfdist sín eigin orð. „Haldið þið að þeir þvingi hann með einhverjum ráðum til að játa?“. „Sennilega liafa þeir yfirheyrt hann í alla nótt“, sagði Blakie og leit áhyggjufullur til hennar, „því ég fekk ekki að tala við hann í morgun, þegar ég fór þess á leið við lögregluna. Þótt þeir pyndi hann áreiðanlega ekki beinlínis til sagna, þá gera þeir sitt til að fá játningu hans. Og auðvitað myndi það gera allt auðveldara viðfangs, ef hann játaði, einkum þegar sann- anirnar verða algerlega að styðj- ast við líkur“. „Styðjast við líkur?“ spurði Verity og sneri sér snöggt við. Hin sorgmæddu augu hennar horfðu rannsakajidi á andlit læknisins. Hann skýrði fyrir þeim, hvað hann ætti við. Það var nóg af sönn- unum. Tilefnið var augljóst, þar sem fyrir lá skrifleg hótun um að fíEIMILISRITIÐ drepa Ivan.- Og Rob hafði einnig haft tækifæri til þess að fram- kvæma þá hótun. En allt voru þetta sannanir, sem hægt var að draga ákveðnar ályktanir af — og sem duglegur vrejandi gat ef til vill hártogað og lagað í hendi sér, þannig að kviðdómendurnir yrðu rökvilltir. Sannanirnir voru senni- lega nægrlega sterkar, til þess að sannfæra hvaða kviðdómstól sem varf um sekt Robs. En þrátt fyrir það mvndi vera ástæða fyrir á- kærandann að óttast, að einhver meðal dómendanna væri svo ein- beittur og þver, að hann krefðist skýlausra sannana „Skýlausra sannana?“ endurtók Marcia. „Áttu við fingraför? Eða sjónarvotta?“ „Já, eitthvað þvílíkt. En auð- vitað veit ég ekki meira um þetta en við öll. Ef til vill hcfur lögregl- an hinsvegar eitthvað í pokahorn- inu, sem við höfum ekki hugmynd um“. „Þeir gcta ekkert haft, sem sann- ar algerlega, að Rob sé morðing- inn“, sagði Marcia þurrlega. ..Rob myrti alls ekki Ivan“. Þau þögðu um stund. Svo sagði Marcia: „Hvernig náðu þeir í bréfið?“ Verity hafði dálitla hugmynd um það — hún hafði heyrt ávæn- ing af því, þegar þeir ákærðu Rob og handtóku hann. Húrí var gömul kona þennan dag; allur þróttur og 59 /

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.