Heimilisritið - 01.02.1948, Side 14

Heimilisritið - 01.02.1948, Side 14
Honum vöknaði um augu við að sjá móður sína — magra, út- slitna og-t.ötralega klædda — cn lnin þekkti hann sýnilega ekki heldur. Þegar hann kvaðst cng- an farangur hafa og að Iiann myndi greiða gistinguna fyrir- fram, gaf hiin sérstakan gaum að ainuin vönduðu fötum lians og tiginmannlegri framkomu. Svo sagði hún, að hann ætti að borga fimrn dollara fyrir sólar- liringinn. Það Iá nærri að Carl ræki upp ‘hæðnishlátur, því að hann vissi, eftir því sem luin hafði skýrt Iionum frá í bréfum sínum, að það var firnrn sinnum of hátt gjald. Hún var að svíkja fé út úr síniun eigin syni, og lnin skyldi sannarlega fá það borgað! Af ásettu ráði tók hann upp alla peningaseðlana og fletti þeim, eins og til að finna hina réttu fjárhæð. Hann heyrði hryglukennt andvarp frá móð- ur sinni, en leit ekki upp, af ótta við að hann gæti ekki stillt sig um að brosa. Síðan fylgdi gamla konan honum til herbergis, sem hann hefði getað fundið blindandi, því að það var herbergið er hann hafði soíið í sem drengur. Hann lnJði sagzt heita John Burton og vera frá Chieago. Hún spurði hann þá, hvort hann kannaðist nokkuð við son hennar, elsku drenginn hennar — hann hefði lofað að heimsækja hana ein- hverntíma á næstunni. Nei, gest- urinn kvaðst aldrei hafa heyrt nafn hans fyrr. Löngu eftir að gesturinn hafði slökkt^ljósið hjá sér, sat gamla ekkjan þögid og hugsandi. Hún var svo undarleg á sv ip, að dótt- ir hennar varð hrædd. Loks fór unga stúlkan að hátta, en gat ekki sofnað, og litlu síðar sá hún ínóður sína læðast áleiðis til her- bergis gestsins, með langan búr- hníf í hendi. Dóttir hennar grát- bað hana um að framkvæma ekki fyrirætlun sína, en móðirin svaraði: „Þetta er eina tækifærið, sem við fáum og ef við notum það ekki verður húsið tekið af' okkur upp í skuldir. Þá getum við líka farið til Carls í Ameríku. Hví skyldi þessi ameríski ríkisbubbi hafa alla þess peninga, en við enga? Eg er alveg ákveðin“. Hún þaggaði niður í dóttur sinni með því að ota að henni hnífnum, fór inn í herbergið og myrti sofandi gestinn. Svo tók hún peningaveskið hans, kheddi h'kið í fötin og kastaði því með aðstoð dóttur sinnar niður í gil, sem þar vár nærri. Meðfram gil- barminum lá gata, svo að það myndi líta svo út sem ræningjar hefðu ráðist þar á manninn og svipt hann lífi. 3.2 HEIMILISRITIIJ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.