Heimilisritið - 01.02.1948, Page 19

Heimilisritið - 01.02.1948, Page 19
fylgdu, ollu því, að hann flýði af landi burt með alla þá gimsteina er hann festi hönd á, fluttist til London og settist að í Bond Street. Þar stofnaði hann gim- steinavendun er blómgaðist vel. Ranían dó skönnnu síðar, lík- lega hefur hjarta hennar brostið. Englendingurinn sat inni í því nær fimm ár. Enska fegurðar- mærin, sem næstum hafði oltið úr vagninum sínum, fékk nóg af Indlandi og gerði einnig för sína til London, þar sem hún kom sér fyrir í snoturri íbúð á Savoy, meðan hún beið eftir að Cheni- ston, eiginmaður hennar, kæmi heim úr rannsóknarleiðangri frá Suður-Ameríku, að því er hún sagði hótelhaldaranum. Frásögn hennar var túað, enda hafði hún hrífandi fegurð til að bera og óaðfinnanlega fram- komu. Sá dagur rann einnig upp, er Cheniston kom, hörunds- dökkur af sólarhita, með bros á íestulegum vörum og kulda í augum. Hár hans, sem var tekið að grána í vöngum, var ávallt vel greitt og föt hans voru óað- finnanleg. En hendur hans báru vott um, að hann hefði þurft að nota þær óspart. Konan hans fékk tár í augu, þegar hún leit á þær. ,,Þú hefur þá haft það eins gott hér og kýr á smáraengi, vina mín“, sagði Cheniston ánægju- lega, en varð kvndugur á SA'ip við svar konu sinnar. „Hver heldurðu, að ég sé? Heldurðu, að ég sé ekki annað en stofubrúða? Hvernig geturðu ímyndaða þér, að mér hafi liðið fullkomlega vel hérna? Ég hef verið gjöreyðilögð manneskja frá því ég fluttist hingað“. „Eg hélt þér myndi koma til með að líða vel hérna, DoIly“, anzaði maðurinn hennar. „Við ættum að minnsta kosti ekki að þurfa að hafa það slæmt tvo saman“. „Ég er orðin dauðleið á öllum þessum lúxus! Ef ég ekki hefði verið búin að lofa þér því, að bíða hérna eftir þér, hefði ég alls ekki haldið það út!“ „Eru peningar þér þá ekki meira virði en þetta?“ Ovenjulegt bros færðist yfir andlit frú Chenistons, líkt og sólargeisli. „Ég myndi auðvitað hafa meiri gleði af þeim núna, eftir að þú ert kominn heim“, sagði hún. „Mér mun ekki finn- ast ég’ vera lengur einmana eða lífsleið, Tom, bara ef þú verður gætnari; við getum farið eitt- hvað burtu saman og fengið meiri hvíld og öryggi en hingað til“. Hann kj’ssti hana heitum kossi og lagði vanga sinn að vanga hennar. „Við munum áreiðanlega gcta HEIMILISRITIÐ n

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.