Heimilisritið - 01.02.1948, Page 36

Heimilisritið - 01.02.1948, Page 36
legum séreinkemnim sínum — þeim eiginleikum, sem á sínum tíma urðu til þess, að þær voru ráðnar íil að leika í kvikmynd- um. Þær hafa fyrst og fremst lagt rækt við útlit sitt, en látið sig minna varða undirstöðuatriði leiklistarinnar. Leikstjörnur annaiTa landa hafa hinsvegar flestar lagt meiri áherzlu 'á hið gagnstæða, enda er persónuleiki, svipbreytingar og álirifamagn þeirra sérkennilegri og listrænni en hinna ungu og amerísku keppinauta þeirra. Það er Hollywood að kenna, ef bráð- lega kemur að því, að filmdísir, sem uppaldar eru í Ameríku, verða ekki lengur taldar leik- konur í fyllsta skilningi þess orðs, heldur sprellibrúður með skjannabrosi. Prægur kvikmyndafrönmður i Kaliforníu, sem undanfarandi ummæli eru að mestu höfð eft- ir, kveðst fara næstum daglega i kvikmyndahús, ásamt konu og gestum. Þegar þau fari heim, eft- ir að hai'a séð einhverja nýja stúlku í alistóru hlutverki, er hann oft spurður: „Hvað hét hún þessi?“ Iðulega kemur þá fyrir að hann getur ekki svarað því, en segir: Hún er svo lík mörgnm öðrum ungum filnidísum, að ég man ekki hvað hún heitir!“ Jafnvel þótt þetta sé fyrsta kvikmyndin sem hún leikur í, þá '4 . . , ... A eru allar líkur fyrir því, að hann hafi séð hana myndaða til reynslu, eins og flestir kvik- myndaframíeiðendur. Samt man hann ekki et'tir henni, og hvernig á þá að ætlast ti! þess að almenn- ingur muni eftir henni? Hinsvegar fullyrðir hann, að bíógestir, sem sjá Deborah Kerr, muni ekki gleyma henni. Og það er vegna þess, að liún hefur ekki fengið tækifæri til að lenda í höndunum á sérfræðingum kvik- myndafélaganna, sem vilja breyta öllum filmdísunum og hafa þær eftir sínu höfði. — Kún fær að vera hún sjálf. Hún fær að vera persónuleg leikkona, gagnstætt því sem flestar þær leikkonur, sem til Hollywood koma, fá að vera. Og hún hefur sýnt það í mörgum enskinn kvikmyndum, að hún er stór og sérstæð leikkona. Þess vegna sigraði lnin í þessu hlutverki. fremur en liinar.mörgu, ungu og fögru leikkonur, sem Hollywoód- sérfræðingarnir hafa eyðilagt, hversu efnilegar sem þær kunna að vera í fvrstu. Hún verður minnisstæð mönnum ánun saman, gagnstætt hinum, sem í mesta lagi eru augnayudi eina einustu kvöldstund. Samt sem áður hafa liinar ungu filmdísir haft persónuleika, fyrst þegar þær komu til Holly-t wood. Þær voru ráðnar vegna. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.