Heimilisritið - 01.02.1948, Side 45

Heimilisritið - 01.02.1948, Side 45
inn ungur í annað sinn. Hann sagði oft. við sjálfan:sig sem svo, að þessi stúlka væri auðsjáanlega ekki af óheldra fólkinu komin — og svo væri hún víst hálfein- mana. Dag einn liitti hann hana af tilviljun í búningsherbergi konu sinnar, þar sem hún var önnum kafin við sauma. — Iðin eins og fyrri daginn, sagði Henry Perkins brosandi. — Hvaða stáss eruð þér með? Peggy Ieit upp og brosti. Frú- in gaf mér þennan kjól. Hann er dásamlegur. Þarf aðeins að laga hann ofurlitið, svo að hann sé mátulegur mér. Perkins virti þennan nýtízku siikikjól fyrir sér. — í>ér verðið hreint eins og gyðja í þessum kjól. Þér verðið áreiðanléga betur klædd en mannsefnið yðar. Hún hristi höfuðið og varp öndinni mæðulega: — Eg er svo hamingjusöm með kjólinn, en ég veit bara ekki við hvaða tæki- færi ég á að nota hann. — Hann ' hefur einhver ráð með að sjá um það. Þér adlið þó ekki að telja mér trú um, að svona falleg og ung stúlka, eins og ]x5r eruð, eigi engan vin. — Engan, sem er „samboð- inn“ þessum kjól“, svaraði hún fljótmælt og brosti fallega um leið. HEIMILISRITEÐ —- Það er skrítið. Ég skil ]>ara eiginlega ekki, hvað þér eig- ið við. Hún gaut augunum til hans mt>ð eilitlum ástleitnisvip. — Þeir, sem ég þekki, bjé>ða mér stundum með sér í einhvcr ódýr veitingahús — en aldrei á þá staði, þar sem ég get verið í svona fínum kjól. — Henry Perkins liugleiddi þetta lengi og vandlega. — Mætti ég spyrja, hvaða staði þér álitið við- eigandi fyrir yður, ef þér kheðist kjól eins og þessum? spurði hann. — Savoy eða Carlton! Hún lagði kjólinn frá sér. — Frá því ég var lítil stúlka hefur mig dreymt um að koma einhvern- tíma inn í þessa dásamlegu veit- ingasali, vel klædd og í fylgd með íhanni, sem raunvérulega væri eitthvað . . . Þér brósið auðvitað að niér. — Það geri ég vissulega ekki. . . . Sannleikurinn vár sá, að hjartað barðist svo í brjósti honum. að hann var hálfhrædd- ur um, að hún kynni að heyra það. — Nú verð ég að biðja vð- ur afsökunar, sagði hann eftir stundarþögn. Þér megið ekki misskilja mig — en gætuð j>cr hugsað yður að koma á slíkan stað í fylgd með mér? Mig langar nefnilega til að gleðja yð- ur. Þá fengjuð þér tækifæri til uð-klæðast þessum kjöl. 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.