Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 63
að gera.“ Hún sté fram úr rúminu, en stanzaði svo í baðherbergisdyrunum. „Og ekki eitt orð um þetta við neinn — ekki einu sinni John.“ Þessi dagur, sem byrjaði svo undar- lega — klukkan tólf á hádegi — fór í ferðir úr einni búðinni í aðra. Jana átti nú sína eigin bankainnstæðu. ÞÆR KOMU heim rétt um sama leyti er bílstjórinn tilkynnti að bíllinn væri tilbúinn. Priscilla var í áköfu, glöðu skapi og vildi komast sem fyrst af stað. Það var með naumindum að Jana fengi að hringja til móður sinnar. Priscilla hló að tilhugsuninni um, að hinir daglegu kokkteilgestir kæmu að íbúðinni þurri og auðri, og lagði ríkt á við Etel að segja, að þær hefðu farið burt, hún vissi ekki hvert né hve lengi. „Kayde reynir að þefa okkur uppi,“ sagði hún með slóttugu brosi. Svipurinn á fögru andlitinu varð ákafur eins og hún byggist t.il bardaga. Það var veiði- gyðjan Díana á ný. Jana minntist fyrstu kynna þeirra, og henni kom til hugar, að þessi skyndilega brottför væri í ein- hverju sambandi við Cromore. Og Pris- cilla, sem hefur ef til vill rennt grun í hugsanir hennar, opnaði munninn, eins og hún ætlaði aö segja eitthvað. En svo sneri hún sér þögul undan. Það var hlýr haustdagur. Priscilla ók niður í borgina og síðan gegnum Lin- coln-neðanjarðargöngin. Þær héldu á- fram í suðurátt og Priscilla ók hratt eftir að þær komu út á þjóðveginn. Þær borðuðu kvöldverð í lítilli vegakrá og komu til Washington um miðnætti. Þegar þær voru setztar að í hinu glæsi- lega gistihúsi, þakkaði Jana Priscillu fyr- ir þennan ánægjuríka dag og allt, er hún hafði séð á ferðalaginu. „Þú ert skrítin stúlka," sagði Priscilla glaðlega og það vottaði fyrir blíðu í röddinni. . . Þær fóru frá Washington eftir há- degisverð daginn eftir. Morguninn fór að mestu í það að útvega Jönu öku- réttindi. Hún stóðst prófið auðveldlega, og þegar þær voru komnar út á þjóðveg- inn til Richmond, lét Priscilla hana taka við stýrinu. „Aktu með fimmtiu kíló- metra hraða — við ökum sínar tvær stundirnar hvor.“ Enn hafði hún ekki látið uppi hvert ferðinni væri heitið. Þær héldu stöðugt áfram, stönzuðu í krám til að borða og í gistihúsum á nóttunni. Þegar Pnscilla ók, rannsakaði Jana landabréfin, en Priscilla henti gam- an að henni fyrir það. Hún virtist hugsa um það eitt að hraða förinni sem mest. Því lengra suður sem þær komu, því hraðar ók hún. Það var ekki fyrr en þær voru komnar nokkuð inn í Flórídafylkið, að Jana fékk kjark til að spyrja, hvert fcrðinni væri heitið. „Hvernig ætti ég að vita það?“ svaraði Priscilla og hló þessum hvella hlátri, sem Jana var farin að skilja, að var ó- sjálfráður vottur um þjáningu. ÞÆR DVÖLDU þrjá daga í Miami. Priscilla sendi Jönu út til að njóta sjáv- arins og sólarinnar, en sjálf dvaldi hún innan dyra allan tímann. Hvenær sem Jana kom inn, sat Priscilla við símann eða gekk eirðarlaus um gólf nærri hon- um; og með hverri klukkustund, sem leið, varð svipur hennar þungbúnari; öll glaðværðin og eftirvæntingin, sem hafði einkennt hana á leiðinni, var horfin. (Framh. í næsta hefti). HEIMILISRITIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.