Heimilisritið - 01.06.1949, Síða 25

Heimilisritið - 01.06.1949, Síða 25
Billy til niikillar undrunar i'laug Gene á hann, en hann beygði sig og Gene steyptist á hausinn nieð braki og brestum.• A næsta augnabliki var hann risinn á fætur og gerði allskon- ar, kynlegar hrevfingar og sveifl- ur með handleggjum og fótum, en gætti þess vandlega að snerta Billy ekki. „Vertu nú ekki að yfirdrífa þetta svona mikið“, sagði Beryl. „Það endar með því að þú meið- ir þig“. „Ég þoli þetta ekki lengur“, stundi Gene, „í guðs bænum Billy hentu mér í sjóinn“. „Hann getur ekki lyft þér nema með tvöfaldri talíu“, sagði Bervl, „en mér hefur komið ráð í hug. Þú stekkur á Billy, en liann beygir sig niður, og þá stinguðu þér út af flakinu. í fjar- lægð lítur svo iit sem Billy hefði slegið þig í sjóinn. Þá hefur sag- an um Davíð og Golíat endur- tekið sig, og Billy syndir sem sigurvegari til lands. Hafið' þið skilið hvað ég meina?“ „Já“, svaraði Gene raunalega. Hann stökk í loft upp, rak upp hroðalegt öskur og sveif rétt fvr- ir ofan höfuðið á Billy og hvarf með skvettum og gusugangi í sjóinn. Allt þetta virtist svo raun- verulegt, að Billy, himinlifandi yfir sigri sínum, barði sér á brjóst og steig stríðsdans á flak- inu. ..Bless Billy!“ sagði Beryl. Billy synti til lands, þar sem Hetty beið hans. „Billy, — er hann--------?“ „Hann jafnar sig áreiðanlega fljótlega“, sagði Billv kærulevs- islega. „Stúlkan veitir honmn aðhlynningu, hún er ágæt, þau ætla að giftast“. „Já, en hvers vegna þá--------?“ „Enginn sem grætir stúlkuna mína sleppur við refsingu. Því stærri sem hann er því þyngra verður fall hans. — Og þetta á eins \ ið um stúlkur“, bætti hann við og leit á Hetty íbygginn á svip. „Farðu nú inn í baðhúsið og klæddu þig, því að nú ætl- um við í gönguferð og — Hetty —“ hann gægðist inn uin dyrn- ar —. „Hvað Billy?" Hann kyssti hana, og hún virt-ist ekkert hafa á móti því. Varir hennar voru heitar og saltar, þegar Billy kyssti hana, andlitið var kafrjótt og augun ljómuðu. Billy gekk út og stóð vörð hjá baðhúsinu. Hann kom auga á háan mann, sém stóð úti á flak- inu og veifaði til hans, og þegar Billy hafði litið í kringum sig og fullvissað sig um að enginn sæi til hans, veifaði hann á móti. ENDIR HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.