Heimilisritið - 01.06.1949, Page 31

Heimilisritið - 01.06.1949, Page 31
er bezt að þér takið varalykilinn rfieð yður“. Eg lét Georg taka við starfi mínu, en fylgdist sjálfur með lögreglumanninum. Ekki get ég sagt með góðri samvizku, að ég hafi verið algerlega ókvíðinn. Hvað myndi gerast, þegar við dræpum á dyr? Enginn svaraði. Lögreglumaðurinn bankaði aft- ur, og þegar það réyndist jafn árangurslaust og í fyrra skiptið, tók hann lítið, glansandi áhald upp úr vasanum og stakk því inn í skráargatið. Dyrnar voru læstar. „Réttið mér Iykilinn“, sagði lögreglumaðurinn stuttlega, og ég gerði það. Hann stakk honurti inn í skrá- argatið og snéri honmn, því næst tók hann skannnbyssu upp úr vasanum og hratt dyrunum opnum. Eg heyrði hann gefa frá sér undrunaróp, og þegar ég gæðist yfir öxl hans sá ég að herbergið var mannlaust. „Fuglinn er floginn!“ hrópaði ég undrandi. Lögreglumað'urinn hljóp að skápnum og opnaði hann, því næst lagðist liann á hnén og gægðist undir legubekk- inn. Þar var enginn maður sjá- anlegur. Svo leit hann út um gluggann. Herbergið var hátt uppi og fimm metrar niður á næsta þak, veggurinn sjéttur og engar pípur eða rennur til að tota sig á. Næst gekk hann að legu- bekknum, þar sem frakkinn og barðastóri hatturinn lágu, þreif ferðatöskuna, sem stóð á gólf- nu, og opnaði hana. Hún var tóm. . . . „Eru engar aðrar útgöngudyr á gistihúsinu?“ spurði hann. „Jú, en . . .“ „Þá hlýtur hann að hafa sloppið út um þær“. „Það er algerlega útiIokað“, svaraði ég. „Þá hefði hann þurft að fara í gegnum borðsalinn og eldhúsið. Haldið þér að ókunn- ugur maður hefði getað farið þá leið án þess að vekja eftirtekt?“ „Earið og spyrjið starfsfólk- ið, hvort nokkur ókunnugur maður hafi gengið í gegnum eldhúsið“. Eg var að ganga út, þegar hann stöðvaði mig. „Eitt enn. Þér skuluð biðja piltinn, sem situr niðri að láta mig strax vita, ef náunginn skyldi sýna sig. Kannske hefur hann falið sig hér í nánd og bíður færis að laumast út, þegar leiðin er opin“. Að finnn mínútum liðnum kom ég aftur. „Það er einn þjónn og fimm framleiðslustúlk- ur niðri í eldhúsinu, þau hafa verið þar síðast liðrfa klukku- stund og ekki séð' neitt til jnannsins, sem þér leitið að“. HEIMILISRITIÐ ?9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.