Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 18
stærðfræðingur, eðlisfræðingur, efnafræðingur, jarðfræðingur, grasafræðingur, landmælinga- maður, prentari, vélfræðingur og uppfinningamaður. Á banabeði sínu er sagt, að Leonardo hafi ásakað sig fyrir að hafa misgert við guð og menn með því að hafa ekki sinnt liststörfum sem skyldi. Og nútímamaðurinn getur séð í anda öll þau snilldarverk, sem hann hefði getað skilið eftir sig, ef hann hefði gefið sig all- an að listmálaravinnu og högg- myndasmíði, því að þær fimm myndir, sem enn eru til og víst er að hann hefur skapað, bera vott um að enginn hafi komizt honum framar í listinni. ENDIR Frumlegt ástarbréf Kæra ungfrú. Nú ætla ég að segja yður nokkuð, sem ég held að þér vitið ekkert um. f En ef ég héldi að þér vissuð það, mundi ég ekki láta mér detta í hug að segja yður það, af því að það mundi ekkert þýða fyrir mig að segja yður það sem þér vissuð án þess að ég hafi sagt yð- ur það. En í þeirri trú að þér vitið ekki það, sem ég ætla að segja yður, ætia ég nú að segja yður það, þótt það geti vel verið að þér vitið það þótt ég viti ekkert um hvort þér vitið það eða ekki, en ef þér vitið það ekki áður en ég hefi sagt yður það, er ekki von að þér hafið nokkurntíma vitað það, en þegar ég er búinn að segja yður það, ædast ég dl þess af yður, að þér vitið það alltaf eftir það, því ef þér virið það ekki alltaf eftir að ég hefi sagt yður það, getið þér aldrei vitað neitt. Það, sem ég ætla nú að segja yður, er leyndarmál, sem enginn má vita um nema við tvö, þér og ég, því að ef fleiri vita það er það ekkert leyndarmál leng- ur, því að eins og þér vitið: „þjóð veit þá þrír vita“. Eins og ég er búinn að segja yður, þá megið þér alls engum segja frá því sem ég ætla að segja yður, en ef þér segið öðrum frá því, sem ég æda að segja yður, segi ég yður aldrei neitt, sem yður langar dl að vita. Nú hafið þér fengið að vita það, sem þér þurfið að vita, áður en þér fáið að vita það, sem ég æda að segja yður, það er að segja, að þetta er leyndarmál, sem eng- inn má vita, að okkur tveim undan- skildum. Komist ég að því, að aðrir en við tvö vita það sem ég ætla að segja yður, veit ég að þér hafið sagt öðrum frá því sem ég ætla að segja yður og þar með látið aðra vita meira en þeir þurfa eða mega vita. Það, sem ég ætla að segja yður, er skrifað mcð þremur orðum, en nú læt ég yður vita hver þau eru: Æ! Fari það nú kolað! Nú er ég alveg búinn að steingleyma hvaða orð þetta voru, ég get bara enganveginn munað þau! Þér haldið náttúrlega að ég sé prófessor, en þar skjátlast yður, því að ég er bara al- gengur fábjáni, en bíðum við, nú man ég aftur hver orðin þrjú eru, svo það er bezt að ég segi yður þau, áður en ég gleymi þeim aftur: Ég elska yður! Yðar einlægur Sláni Slagbrandsson. 16 HEIMILISRITIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.