Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 60
þig hingað, að þú yrðir mín. Ef þú nú vilt vcrða mfn af frjálsum vilja, sannar þú þar mcð, að þú hefur ekki ætlað að leika með mig“. ,,Nei — nei!“ hrópaði Joan og hrinti honum frá sér, er hann reyndi að vefja hana örmum aftur. „Þú hefur gabbað mig! Þetta voru lævísleg svik! Ef þú vogar að þröngva mér, Hilary Sterling, ef þú vogar þér það, frem ég sjálfs- morð!“ „Ég verð að hætta á það“, sagði Hil- aiy. „Heldurðu að þú getir Ieikið með mig nú, eins og þú gerðir áður, nú þeg- ar þú ert orðin konan mín?“ „Ég er ekki konan þín, og ég . . . hef . . . heldur ekki leikið mér að þér!“ sagði Joan stamandi og alveg ringluð. „Ef þú hefur ekki leikið með mig, þá elskarðu ntig“, svaraði Hilary. „Þú ert konan mín, alveg á jafn löglegan hátt og þó við hefðum verið gefin sam- an í St. Páls kirkjunni í London. Og eitt ætla ég að scgja 'þér, Joan, þér til viðvörunar. Það er hættulegt fyrir kon- ur hér að setja sig upp á móti eigin- manni stnum og herra“. „Þú hræðir mig ekki með ógnunum um ofbeldi, og ég ntun aðeins hata þig meira ef þú hagar þér cins og villimað- ur. Ég viðurkenni þig aldrci sem eigin- mann minn eða herra — aldrei, skil- urðu það — aldrei að eilífu!“ Joan lét þcssi hreystiyrði fjúka, en með sjálfri sér var hún hrædd og sá hvað varnarlaus hún var. „Þú elskar mig, en þorir ekki —“ vitnaði Hilary aftur. „Á ég að tala ást- arorðum til þín aftur og fá þig til að verða blíða og auðsveipa ambátt mína. Það eni aðeins fáar mínútur síðan þú varst að því komin að gefast upp fyrir mér og bæta það, sem þú hefur áður brotið mcð því að leika þér að ástinni. Þú verður að venjast þeirri hugsun að þú ert mín, elskan mín. Ég elska þig, Joan“. Hann kastaði sígarettunni um leið og hann sagði þctta og lagði hendurnar á axlir Joan. Hún reyndi aftur að strit- ast á móti, en tök hans urðu fastari. „Slepptu mér — slepptu mér!“ stundi hún, þcgar Hilary tók hana í faðm sinn, þrátt fyrir mótspyrnu hennar. „Ég sleppi þér aldrei framar, ekki hérna megin grafar!“ sagði Hilary. „Þú crt mín, mín!“ Hann lyfti Joan upp í arma sína og bar hana inn í húsið og þaggaði niður mótmæli hennar með kossum. „Voru mótmæli þín aðeins ný teg- und af daðri, Joan?“ spurði Hilary um leið og hann setti hana niðnr og beygði sig niður að henni. „Vissirðu að mót- spyrna myndi aðeins gcra mig enn á áfjáðari í að ciga þig?“ Joan svaraði ekki. Hún gat ekki svar- að. Allt mótstöðuafl hennar virtist vera fjarað út. Hilary kyssti hana aftur, á- stríðufullt, og kossar hans örvuðu hjart- slátt hennar og koniu henni til að end- urgjalda kossa hans, og hönd hennar strauk blíðlega um höfuð hans. En með því að taka á því sem hún átti til, átt- aði hún sig og hrinti honum frá sér. Hann reis á fætur og sleppti henni. Andartak stóð hann eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Svo sneri hann sér á hæli og gekk út úr stofunni, en Joan lét fallast f hægindastólinn. Eftir litla stund settist hún upp í Stólnum og fór að hugsa sitt ráð. Hún 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.