Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 41
hans, það var allt á hangandi hári, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegast væri að láta þegar til skarar skríða, framkvæma mikilshátt- ar gróðabragð og draga sig síð- an í hlé. Annars var hann sí- fellt með bollaleggingar um að draga sig til baka og af því hafði hann hlotið nafnið. En nú var það alvara, því að Snetkin í morðdeild rannsókn- arlögreglunnar sat um Tilbaka eins og fjandinn um glataða sál, og hafði fengið þá flugu í höfuðið, að það yi'ði að slá honum við í eitt skipti fyrir öll, svo Tilbaka fannst loftslagið í Chicago hafa stórum versnað upp á síðkastið. Tilbaki gekk að speglinum yfir arninum til að skoða á- sjónu sína. Og hann leit á sjálf- an sig með velþóknun. Hvað um það, þótt hakan hefði til- hneigingu til að tvöfaldast og maginn væri dálítið útstæðui'. Hann hafði þó enn þetta gamla blik í augunum, sem stúlkurnar fengu ekki staðizt, og hárið var ennþá svart og liðið, þó það væri ögn farið að gisna á hvirfl- inum. Þarna stóð hann þá og dáðist að smekklega slifsinu sínu og dýru silkiskyrtunni, meðan hann velti því fyrir sér, hvar og hvenær og hvemig hann ætti að framkvæma HEIMILISRITIÐ gróðabragðið mikla. En hver haldið þið að sé á leiðinni upp í lyftuna rétt í þessu? Jenny! Jenny í Parísar- dulum og persneskum pels og með sjálfvirka marghleypu geymda í ermaskjólinu. Jenny er glæstur kvenmaður með afar sykursætt andlit og bros, sem ætíð minnir mig á kött, sem nýbúinn er að kingja kanaríufuglinum. Og þetta kvöld var hún ennþá glæstari en ella. Jenny er ekkert ferm- ingarbarn. Hún er kæn stúlka. Fyrir fimm árum kom hún ut- an úr sveit með hálft annað hundrað dollara í vasanum og barnatrú sína óskerta. En þegar hún var búin að fletja út nef- ið á búðargluggunum og slíta skósólunum, komst hún loks að því, að göturnar eru ekki lagð- ar gulli, og að peningarnir fá fljótt fæturna. Svo rakst hún á Tilbaka, sem strax gleypti hana í einum munnbita og útvegaði henni starf í Græna Páfagauknum, sem eins og allir vita, á meira skylt við næturklúbb en venju- legan ungmeyjaskóla, og eftir hálft ár var Jenny orðin kunn- ug öllum hnútum. Hún hélt við Tilbaka í eitt áf, unz Jimmy Pereira, sem er skolli röskur strákur, sendi hon- um nokkrar kúlur í kroppinn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.