Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 13
og horfði á Sergius. í andartaks feginleik sínum hafði Sergius gleymt þeim, í huganum naut hann sigursins yfir félögum sín- um. Hann hafði veitt þeim leik- sýningu, sem kom þeim til að gleyma, gleyma ... „Þið eruð frjáls!“ hrópaði hann og sló út hendinni í áttina til fanganna, rétt eins og hann hefði af tilviljun skyndilega munað eftir þeim. Síðan sneri hann sér að hinum, varð hávær eins og þeir, vildi taka þátt í veðmáli þeii’ra. Hann vildi fá sigurlaun .. . gull ... ellegar fá að hafa þá alla sem skotmark, ef verkast vildi. Þeir stóðu aftur við borðið og voru orðnir háværir, Sergius sneri baki að föngunum. En auð- mjúk hreyfing að baki honum, fékk hann til að líta við. Konan stóð þar, bein í baki og tiguleg, en maðurinn stóð í sömu spor- um með hægri handlegginn sveipaðan kyrtli sínum. Hún hélt á sjöttu örinni í hendi sér, ásamt blóðugum leifunum af þeirri fimmtu. Þetta hvort tveggja lagði hún á borðið fyrir framan hann. Það var engin óró í hreyfingum hennar, en augna- ráðið ... það ... það var enn hið sama. Nei, hann gat ekkert sagt... „Maðurinn endurfæðist og lif- ir mörgum sinnum!“ Orð hennar voru nánast hvísl, og framburð- ur þeirra seimdreginn og útlend- ur á sama hátt og þegar maður hennar talaði. ,,Á ýmsum lífs- stigum tekur maðurinn á herðar sínar skuldabyrði, á öðrum lífs- stigum borgar hann einhverja skuld. En skuldin er ekki kraf- in fyrr en maðurinn er fær um að borga hana. — Með þessum fjórum“ .. . hún benti á mann- inn, sem enn þá stóð með örvarn- ar fast við höfuð sitt... „þyrmd- ir þú lífi, sem verður þitt um hundruð ára, enda þótt þú fórn- ir þér fyrir aðra. En þessar tvær“ ... og hún benti á örvarnar blóði- drifnu . .. „munu í fyllingu tím- ans krefjast borgunar, borgun- ar, rétt eins og allar skuldir ... allar skuldir .. . þinn eigin hægri handleggur ... eftir mörg hundruð ár.“ ÞINN eigin hægri handleggur. Hægri handleggur ... Holskefla myrkurs skall yfir hann, svelgdi hann og allt sem var umhverfis hann. En í rofi sá hann sundurtætta hægrihönd, splundraðan úlnlið ... stóra, höfga blóðdropa, sem eltu hann í fallinu niður í myrkurdýpið. Síðan heyrðust raddir umhverf- is hann, fyrst álengdar, ógreini- legar. En skyndilega var hann glaðvakandi og horfði upp í and- lit, sem laut að honum í eftir- HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.