Heimilisritið - 01.01.1951, Page 13

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 13
og horfði á Sergius. í andartaks feginleik sínum hafði Sergius gleymt þeim, í huganum naut hann sigursins yfir félögum sín- um. Hann hafði veitt þeim leik- sýningu, sem kom þeim til að gleyma, gleyma ... „Þið eruð frjáls!“ hrópaði hann og sló út hendinni í áttina til fanganna, rétt eins og hann hefði af tilviljun skyndilega munað eftir þeim. Síðan sneri hann sér að hinum, varð hávær eins og þeir, vildi taka þátt í veðmáli þeii’ra. Hann vildi fá sigurlaun .. . gull ... ellegar fá að hafa þá alla sem skotmark, ef verkast vildi. Þeir stóðu aftur við borðið og voru orðnir háværir, Sergius sneri baki að föngunum. En auð- mjúk hreyfing að baki honum, fékk hann til að líta við. Konan stóð þar, bein í baki og tiguleg, en maðurinn stóð í sömu spor- um með hægri handlegginn sveipaðan kyrtli sínum. Hún hélt á sjöttu örinni í hendi sér, ásamt blóðugum leifunum af þeirri fimmtu. Þetta hvort tveggja lagði hún á borðið fyrir framan hann. Það var engin óró í hreyfingum hennar, en augna- ráðið ... það ... það var enn hið sama. Nei, hann gat ekkert sagt... „Maðurinn endurfæðist og lif- ir mörgum sinnum!“ Orð hennar voru nánast hvísl, og framburð- ur þeirra seimdreginn og útlend- ur á sama hátt og þegar maður hennar talaði. ,,Á ýmsum lífs- stigum tekur maðurinn á herðar sínar skuldabyrði, á öðrum lífs- stigum borgar hann einhverja skuld. En skuldin er ekki kraf- in fyrr en maðurinn er fær um að borga hana. — Með þessum fjórum“ .. . hún benti á mann- inn, sem enn þá stóð með örvarn- ar fast við höfuð sitt... „þyrmd- ir þú lífi, sem verður þitt um hundruð ára, enda þótt þú fórn- ir þér fyrir aðra. En þessar tvær“ ... og hún benti á örvarnar blóði- drifnu . .. „munu í fyllingu tím- ans krefjast borgunar, borgun- ar, rétt eins og allar skuldir ... allar skuldir .. . þinn eigin hægri handleggur ... eftir mörg hundruð ár.“ ÞINN eigin hægri handleggur. Hægri handleggur ... Holskefla myrkurs skall yfir hann, svelgdi hann og allt sem var umhverfis hann. En í rofi sá hann sundurtætta hægrihönd, splundraðan úlnlið ... stóra, höfga blóðdropa, sem eltu hann í fallinu niður í myrkurdýpið. Síðan heyrðust raddir umhverf- is hann, fyrst álengdar, ógreini- legar. En skyndilega var hann glaðvakandi og horfði upp í and- lit, sem laut að honum í eftir- HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.