Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 12
og þess, hversu skamma stund Sergius miðaði. í guðanna bæn- um, var ekki hægt að láta mann- inum takast að hæfa í mark? Þarna flaug þriðja örin og smaug inn i tréð fast við vinstra eyrað. En ... með hvaða ör ætl- aði hann sér að sálga mannin- um? Þeir höfðu haft vakandi auga á fanganum, og hann hafði ekki sýnt hin minnstu svip- brigði, þegar örvarnar þutu að honum. Hinir, sem búizt höfðu við hinu gagnstæða, tóku að verða ókyrrir. Þar flaug fjórða örin ... hún nam staðar við fing- urgóm löngutangar á vinstri hendi. En hver var ætlun Serg- iusar? . .. það voru aðeins tvær örvar eftir. Sergius gekk hægt og sein- lega að manninum, sem stóð hreyfingarlaus eins og líkneskja. Hann gerði mark á hægri hönd hans og gekk síðan aftur á sinn fyrri stað. í huganum rannsak- aði hann fyrirætlan sína. Nú varð honum að takast það. Þeir vildu fá að sjá blóð . .. þjáningu ... og heyra kvein; en hann von- aði, að hægt væri að treysta orð- um mannsins, að þau hefðu ekki verið til þess gerð að vekja með- aumkun eða biðja um miskunn. Ef maðurinn hreyfðist, myndi spilið tapað. Konan myndi ekki verða frjáls, og hann sjálfur ... yrði að taka hana. Nú ... hann varð að hætta á það! Andartak leit hann til konunnar. Nú var augnaráði hennar beint til hans, einmitt til hans, eins og hún hefði ráðið í hugsanir hans. Og það var ótti í því augnaráði. Fimmta örin þaut af strengn- um og át sig gegn um miðjan lófann. Hinir fimm ráku upp öskur. Þar kom að að því! Nú myndi Sergius reka smiðshögg- ið á það. Annað augað, kannske ... eða hjartað ... hálsinn ... lífæðin ... Áður en þeim tækist að átta sig til fulls, kom sjötta örin fljúgandi og splundraði skafti þeirrar fimmtu. Það vissi sá sem allt vissi, að þarna var mað- ur, sem kunni að skjóta. Þeir skeyttu ekkert um það, þótt hönd mannsins splundrað- ist um leið og örin splundraðist, að úlnliðurinn tættist sundur svo að sá í berar kjúkur fram úr holdinu. Þeir tóku varla eft- ir því, að naumast sáust svip- brigði á andliti mannsins. Þeir þyrptust að Sergiusi, slógu á axlir honum, tóku í hönd hans, hlógu eins og drengir og hylltu hann sem beztu bogaskyttu Rómaveldis og nærliggjandi landa. Hinn ósigrandi! Blóðið draup í þungum drop- um úr limlestri hendi mannsins. En hann hreyfði sig ekki. Kon- an stóð nú fyrir framan hann 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.