Heimilisritið - 01.01.1951, Page 12

Heimilisritið - 01.01.1951, Page 12
og þess, hversu skamma stund Sergius miðaði. í guðanna bæn- um, var ekki hægt að láta mann- inum takast að hæfa í mark? Þarna flaug þriðja örin og smaug inn i tréð fast við vinstra eyrað. En ... með hvaða ör ætl- aði hann sér að sálga mannin- um? Þeir höfðu haft vakandi auga á fanganum, og hann hafði ekki sýnt hin minnstu svip- brigði, þegar örvarnar þutu að honum. Hinir, sem búizt höfðu við hinu gagnstæða, tóku að verða ókyrrir. Þar flaug fjórða örin ... hún nam staðar við fing- urgóm löngutangar á vinstri hendi. En hver var ætlun Serg- iusar? . .. það voru aðeins tvær örvar eftir. Sergius gekk hægt og sein- lega að manninum, sem stóð hreyfingarlaus eins og líkneskja. Hann gerði mark á hægri hönd hans og gekk síðan aftur á sinn fyrri stað. í huganum rannsak- aði hann fyrirætlan sína. Nú varð honum að takast það. Þeir vildu fá að sjá blóð . .. þjáningu ... og heyra kvein; en hann von- aði, að hægt væri að treysta orð- um mannsins, að þau hefðu ekki verið til þess gerð að vekja með- aumkun eða biðja um miskunn. Ef maðurinn hreyfðist, myndi spilið tapað. Konan myndi ekki verða frjáls, og hann sjálfur ... yrði að taka hana. Nú ... hann varð að hætta á það! Andartak leit hann til konunnar. Nú var augnaráði hennar beint til hans, einmitt til hans, eins og hún hefði ráðið í hugsanir hans. Og það var ótti í því augnaráði. Fimmta örin þaut af strengn- um og át sig gegn um miðjan lófann. Hinir fimm ráku upp öskur. Þar kom að að því! Nú myndi Sergius reka smiðshögg- ið á það. Annað augað, kannske ... eða hjartað ... hálsinn ... lífæðin ... Áður en þeim tækist að átta sig til fulls, kom sjötta örin fljúgandi og splundraði skafti þeirrar fimmtu. Það vissi sá sem allt vissi, að þarna var mað- ur, sem kunni að skjóta. Þeir skeyttu ekkert um það, þótt hönd mannsins splundrað- ist um leið og örin splundraðist, að úlnliðurinn tættist sundur svo að sá í berar kjúkur fram úr holdinu. Þeir tóku varla eft- ir því, að naumast sáust svip- brigði á andliti mannsins. Þeir þyrptust að Sergiusi, slógu á axlir honum, tóku í hönd hans, hlógu eins og drengir og hylltu hann sem beztu bogaskyttu Rómaveldis og nærliggjandi landa. Hinn ósigrandi! Blóðið draup í þungum drop- um úr limlestri hendi mannsins. En hann hreyfði sig ekki. Kon- an stóð nú fyrir framan hann 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.