Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.01.1951, Blaðsíða 7
hvað var þetta? Hálfkæft óp kvenmanns. Elisa .. . það var hún! Fagnaðarstraumur fór um hann allan. Henni var bjargað. Hann hafði bjargað henni. Nú mundi hann það allt: Spreng- inguna ... hann hafði særzt ... kannske lífshættulega; en það gerði ekkert til, hann hafði bjargað Elisu! Hann fann, að grímu var brugðið yfir höfuð honum. Æ, bara að hann gæti hreyft sig ofurlítið, svo að hann væri fær um að kasta henni burtu. Held- ur vildi hann deyja en verða ör- kumla allt.sitt líf, byrði á Elisu og öðrum. En hann gat ekki hreyft sig hið minnsta. Eitur- loftið sogaðist niður í lungu hans og gerði út af við meðvit- und hans. Rólega ... blessunar- ríkt ... já, blessunarríkt! Að komast beint frá þessu öllu, inn 1 tilfinningalaust myrkur. And- ið djúpt, djúpt ... hversu oft hafði hann ekki sagt þetta við sjúklinga! Lofið mér deyja í þeim svefni, sem þessu fylgir! Lofið mér að deyja ... Síðan var allt búið. Myrkrið svalg hann. Eins og stórt kol- svart blóm, sem hvelfdi yfir hann svörtum krónublöðum sín- um. Eða Jpað yoru dyr, sem hann stóð andspænis og þurfti að opna, til þess að geta komizt út í myrkrið. Eða fortjald, sem hann varð að þoka til hliðar ... fortjaldi ... HANN greip hraustlegu taki í þykkt hengið fyrir tjaldinu og þreif það til hliðar. Hann rudd- ist nú utan úr myrkri tjaldbúð- anna, þar sem honum hafði tek- izt að komast framhjá vörðun- um, og inn undir skáhallt og inn- sveigt þak stóra tjaldsins. Og rymjandi hlátur gall við á móti honum. „Halló, Sergius, hvar hefur þú verið? Hér bíðum við eftir þér. Þú hefur kannske enn einu sinni letrað ástarorð þín á vaxtöflur, og sent þau þinni óviðjafnan- iegu Selenu og skýrt henni frá því, að einnig þessa orrustu haf- irðu lifað af og getir nú tekið þátt í fögnuðinum ásamt okkur ninum. Flýttu þér ... komdu og drekktu! Annars verðum við dauðadrukknir áður en þú dreypir -á fyrsta sopanum!“ Þarna voru félagar hans fimm þegar setztir við stóra borðið í miðju tjaldinu. Höfuðsmenn, eins og hann sjálfur, í einum hluta riddaraliðs hinna róm- versku hersveita, sem lagt höfðu í eina af þessum ævintýralegu söguherferðum langt austur fyr- ir Palestínu, undir forustu eins af harðstjórum Ágústusar. Þeir voru enn í herklæðunum, ryk- ugir og sveittir, höfðu ekki gef- 5 JÍEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.