Heimilisritið - 01.02.1951, Side 31

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 31
r og litinn hagnað árum saman. Eta ösku boðar málaferli. ASKJA. — Ef þig dreymir að þú fáir öskju eða kassa, og að askjan reynist tóm, þegar þú opnar hana, er það óheillamerki; boðar oft að þú fréttir hneykslissögu af einhverjum þér nákomn- um, sem veldur öðrum vandamanni þínum óþægindum. Ef eitt- hvað er hinsvegar í öskjunni, sem veitir þér ánægju, er það merki um mikið happ alveg á næstunni. Viti maður ekki hvað í öskjunni eða bögglinum er, ber að taka drauminn sem aðvör- unarmerki. Bera böggul: skaðj. ASNI. — Asni boðar í draumi ótrúa vini. Ríða honum: deila eða málaferli. Asni með þunga byrði: málaþras, sem endar þér í vil. Heyra asna rymja: ágengar persónur, sem svífast einskis til að koma sínu máli fram og geta orðið þér hættulegar. ÁST. — Ef þig dreymir að þú sért ástfangin(n), er líklegt að þú verðir þér til athlægis fyrir einhverjar tiltektir. Dreymi unga stúlku slíkan draum, verður langt þangað til hún giftist. En dreymi þig að einhver sé ástfangin(n) af þér, táknar það, að þú átt marga velviljaða vini, sem styðja þig í hvívetna. Það er lánsmerki fyrir þann, sem þú elskar í draumi, ef þér finnst hann ekki endurgjalda ást þína. Það er yfirleit fynr góðu að dreyma ástvini sína. ÁSTARBRÉF. — Ef þig- dreymir ástarbréf er það merki þess, að þú munt bráðlega hitta eða kynnast persónu, sem síðar meir verður elskhugi þinn. Sem stendur er viðkomandi öðrum bund- in(n). ÁSTVINAMISSIR. — Ef þig dreymir, að þú tregir látinn ástvin, er það fyrirboði brúðkaupsveizlu, sem þig snertir. ÁSÖKUN. — Ef þig dreymir að einhver ásaki þig fyrir verknað, sem þú ert saklaus af, er það fyrirboði þess að þú munt sigr- ast á óvinum þínum og verða vitni að niðurlagi þeirra. ÁT. — Ef þig dreymir að þú sért í stórri átveizlu með vinum þín- um, boðar það þér mikinn virðingarvott frá samborgurum þín- um. Sé fólkið ókunnugt þér, getur það boðað ótryggð í hjóna- bandinu. Borða af lyst: gott heilsufar. Sé lystin slæm: lasleiki. HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.