Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 40
„Einmitt, það er merkilegast. af þessu öllu, hann átti liana, en þó voru annars manns upphafs- stafir á gjörðinni. Hvers vegna?“ „Það get ég ekki ráðið í. Get- ur þú það“. - „Ef til vilf. Tókstu ekki eftir annarri áletrun?“ „Jú, eitthvað er þar, það lítur helzt út fyrir að' vera kóróna“. „ J á, skj aldarmerkiskóróna, merki um háa tign. Hún er mynduð af fjórum perlum og jarðarberjablöðum, markgreifa- kóróna. Við getum því ályktað, að þessi óþekkti B hafi átt rétt á slíkri kórónu“. „Þú álítur, að þessi óásjálega tíekt hafi tilheyrt markgreifa?“ Dacre brosti einkennilega. „Eða einhverri persónu í markgreifafjölskyldu, það verð- ur ráðið af áletruninni". Eftir dálitla þögn, spurði hann allt í einu: „Trúir þú á drauma?“ Ég veit ekld, hvort það var vegna svipsins á Dacre eða ein- hvers í fasi hans, en ég fylltist skyndilega óskiljanlegum hryll- ingi við göinlu, skorpnu leður- trektina. „Ég hef oftar en einu sinni fengið mikilsverðar upplýsingar í draumi“, sagði vinur minn íbygginn á svip. „Eg hef gert mér það að reglu, þegar ég hef verið í vafa um einhver atriði varðandi hluti, sem ég hef eign- azt, að leggja hlutinn við lilið- ina á mér meðan ég sef, í von um að' öðlast einhverja vit- neskju. Þó þessi aðferð sé ekki viðurlcennd af vísindunum, l'innst mér hún alls ekki svo frá- leit. Eftir minni skoðun getur lilutur, sem sterkar, mannlegar tilfinningar — sorg eða gleði — hafa verið tengdar, verið um- vafinn sérkennilegri angan eða hugsanatengslum, sem orkað getur á næma vitund manns“. „Þú átt við, að ef ég legðist til dæmis til svefns með þetta gamla sverð við hlið mér, gæti mig dreymt um .einhvern blóð- ugan verknað, þar sem það hefði komið við sögu?“ „Agætt dæmi; og það er stað- reynd, að ég hef notað mér þetta sverð á þennan hátt. I svefni sá ég hvernig eigandi þess dó. Hann var veginn í bardaga, sem ég vissi ekki þá, að hefði verið háð'- ur, en fékk það staðfest síðar. En svo við víkjum aftur að trektinni. Eg sofnaði kvöld eitt með liana við hlið mér og fékk merkilega vitneskju um afnot hennar“. „Hvað drevmdi þig?“ „Mig dreymdi —“. Hann þagnaði allt í einu, og svipur hans varð spenntur. „Svo sannarlega“, sagði hann, „það var þó ágæt hugmynd og 38 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.