Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 7
í því að koma ekki heim fyrr en hann væri farinn. Ótal leið- inlegar hugsanir ásóttu mig, en ég reyndi að bægja þeim burt með því að hugsa um skólann, sem átti að hefjast næsta dag. En það var eins og þetta mann- kerti hefði tekið sér bólfestu í huga mínum, og allra handa myrkar sýnir létu mig ekki í friði. Það var dimmt og drunga- legt, og hver steinn og varða, sem urðu á vegi mínum tóku á sig margskonar myndir og juku á óróleika minn. Þannig eigraði ég um lengi nætur. Þeg- ar ég kom heim, var hann far- inn. Ég sá hann ekki í nokkra daga. Skólinn var byjaður. Ég hafði nóg að starfa. Á kvöldin leiðrétti ég stíla og undirbjó kennslu morgundagsins. Ég var orðinn málkunnugur nokkrum mönnum. sem borðuðu með mér. Það voru bókhaldarinn hjá aðal útgerðarfélagsi þorpsins og tveir innanbúðarmenn, allt ein- hleypingar eins og ég. Ég ákvað að kynnast þeim betur og tók því boði þeirra fegins hendi, að verða fjórði maður í L’hombre. Það var ákveðið að spila heima hjá hverjum fyrir sig til skiptis, einu sinni í viku. Ég komst að raun um, að þetta voru við- felldnustu menn, sem spiluðu vel og þrætulaust. Og ég hugði mér gott til glóðarinnar að afla mér upplýsinga um Tjarnar- manninn, eins og ég var farinn að kalla hann. þegar tilefni gæf- ist. Og tækifærið kom fyrr en mig varði. Það var eitt laugar- dagskvöld. Við höfðum verið að spila heima hjá öðrum innan- búðarmanninum, sem átti heima utan við þorpið. Það var orðið áliðið nætur, þegar við héldum hemleiðis. Ég varð samferða bókhaldaranum, sem var nágranni minn. Það var stillilogn og tunglsljós, frábær- lega fögur nótt. Enginn á ferli. Við gengum hægt og röbbuðum um heima og geima. Einkum snérist tal okkar um stjórnmál. Við vorum ekki á eitt sáttir. Það var kominn hiti í samræð- urnar, þegar við sáum Tjarnar- manninn. Við sáum hann sam- tímis, þar sem hann hímdi und- ir húsvegg hinum megin göt- unnar. Tal okkar féll skyndi- lega niður. Ég leit á förunaut minn, en gat ekki séð nein svip- brigði á andliti hans, svo ég spurði hann hvaða maður þetta væri — ég hefði veitt því eftir- tekt, að hann væri all undar- legur í háttum sínum. Hann stæði til dæmis oft tímunum saman á tjarnarbakkanum, eink- anlega á kvöldin. „Það er hann Valdi, vesalinj- % HEnvrTLISRITl*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.