Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 43
Maður var kominn inn með vatnsfötu í hendi, og eftir hon- um kom annar með sína fötuna í hvorri hendi. Föturnar voru látnar við hlið- ina á tréhestinum. Fyrri maðurinn hafði tréausu með löngu skapti í annarri hendi og rétti svartklædda manninum hana. Svo nálgaðist einn af böðlun- um með hlut, sem jafnvel í draumnum kom mér kunnug- lega fyrir sjónir — ég hafði séð þennan hlut áður, já, það' var — leðurtrektin. Með hræðilegri ein- beittni stakk hann trektinni í. . . Nei, nú þoldi ég ekki meira. Hárin risu á höfði mér af skelf- ingu. Eg engdist, barðist við að losa hlekki svefnsins og tókst það — með háu ópi sneri ég aft- ur til jarðlífsins, þar sem ég lá, skjálfandi af hræðslu í stóra bókasalnum, þar sem tunglið varpaði geislum inn um háa bogagluggann á þilið' andspænis mér. O, hversu feginn var ég ekki að vera snúinn aftur til minnar eigin aldar, burt frá þessari mið- aldahvelfingu. Ég settist upp á bekknum, og hafði enn ekki áttað mig til fulls. Að hugsa sér, að slíkir atburð- ir skuli nokkru sinna hafa gerzt. Var þetta tómt draumarugl, eða var eitthvað hæft í þessu, eitt- hvað, sem gerzt hafði á löngu liðnum, dimmum dögum sög- unnar? Það hamraði í höfði mér, ég varð að grípa um það báðum höndum. Og svo fannst mér allt í einu hjartað stöðvast í brjósti mér, ég gat ekki einu sinni æpt, svo ótta- sleginn varð ég. Einhver nálg- aðist mig —. Þannig getur farið, þegar mað- ur er kominn úr andlegu jafn- vægi, þá getur maður hvorki hugsað né ályktað'; ég gat ekk- ert nema starað á svörtu veruna, sem nálgaðist. Og svo hvarf allur ótt.inn í einu vetfangi. Það var Dacre. En hann virtist næstum eins skelkaður og ég. „Varst það þú? Drottinn minn, hvað gekk eiginlega á?“ spurði hann áhyggjufullur. „Ó, Dacre, en hvað ég er feg- inn, að þú skyldir koma. Það var eins og í helvíti — skelfilegt". „Það varst þá þú, sem æptir?“ „Já, það held ég“. „Það' glumdi um allt húsið, allt fólkið er dauðhrætt“. Hann kveikti á lampanum. „Hvað er að sjá þetta? Þú ert náfölur, rétt eins og þú hefðir séð draug“. „Eða það, sem verra var“. „Leðurtrektin hefur þá haft sín áhrif?“ HEIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.