Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 60
gerðir Peter Merrifíeld ógæfusaman, og að ég skyldi vinna ást þína og fótum- troða liana síðan sem hvern annan þýð- ingarlausan hlut. Þú gortaðir af því, að þú skyldir aldrei að eilífu verða ást- fangin af mér og myndir aldrei viður- kenna að þú værir sigruð. En í nótt sögðu kossar þínir, svo að ekki verður um vilzt, að þú elskar mig. Þrátt fyrir allt þitt daður, hefurðu lent í þínu eig- in neti. En nú geturðu komið til mín. Hef ég útskýrt kringumstæðurnar nógu greinilega fyrir þér, eða óskar þú eftir útlistun á þessu? Ef til vill ferðu nú smám saman að skilja, hvað Peter Merrified og önnur fórnarlömb þín hafa orðið að þola“. Joan náfölnaði. Henni fannst sem hjarta sitt hætti að slá, er hún hlust- aði á þessi miskunnarlausu orð, sem voru töluð með fullkomlega rólegri röddu. „Það — það þýðir með öðrum orð- um, að þú hefur eyðilagt líf mitt vit- andi vits?“ spurði hún með titrandi röddu. „Ástarjátningar þínar voru lyg- ar, og brúðkaupsveizla villimannanna var, þegar allt kemur til alls, engin vígsla — ekki einu sinni í augum hinna innfæddu?" „Jú, jú, ég fullvissa þig um, að sam- kvæmt þeirra áljti crtu lögleg kona mín, þótt kunningjarnir heima hjá þér munu cf til vill í hæsta lagi líta á þig sem ástmey mína, þegar þeir frétta að þú býrð hér í húsi mínu“, svaraði Hilary, um leið og hann kastaði frá sér sígar- ettunni og fékk sér nýja. „Sem betur fer má maður eiga meira en eina konu liér á Muava, svo þú skilur, að þú verð- ur að gera þér far um að vera mér til geðs og reyna að láta mig hafa áhuga á þér, nqma þú viljir eiga á hættu að fá keppinaut hér á heimilið. Það er nú til dæmis Rena. Hún myndi verða mjög hreykin af að verða konan mín, já, meira að segja án nokkurrar hjóna- vígslu. Rena er bara snotur stúlka, þótt ég efist um að búningur þinn færi henni eins vel og þér. Og líklega færu gömlu fötin þín henni ekki betur. Annars gaf ég henni þau í morgun. Jæja, við'sjá- um nú til. Það er í rauninni afleitt að þú skulir ekki fá keppinaut við þitt hæfi. Hverjum skyldi detta í hug, að hin fagra Joan Allison, sem hefur kram- ið svo mörg hjörtu, þyrfti ef til vill að keppa við svertingjastúlku um hylli herra síns og húsbónda? Mér er alls ekki óljúft að hugsa til þess. Það var kannske vitleysa af mér að gefa þér þessi föt. Þú myndir vafalaust vekja meiri hrifningu í engu nema einu stutt- pilsi úr svartri baðmull og með perlu- festi um hálsinn". Hann hló, cins og hann skemmti sér við þessa hugmynd, blés frá sér sígar- ettureyk, teygði geispandi úr sér í stólnum og virtist í bezta skapi. Hann leit ekki einu sinni á Joan, sem stóð cins og stirðnuð, og hélt höndunum um stólbak, svo að hnúarnir hvítnuðu. Hún var náföl í andliti og augun voru gal- opin og starandi. Þetta hlaut ... þetta gat ekki verið annað en martröð. Það gat ekki verið raunveruleiki, að maðurinn, sem hún elskaði, hallaði sér þarna afturábak og talaði svona ruddalega og dónalega við hana og með svona fullkominni fyrir- litningu. Þögn hennar kom Hilary til að líta við. og horfa á hana. 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.