Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 42
skil, en ég sá, að það var sá í miðið, sem hafði orð fyrir þeim. Svo gengu þeir hægt út úr hvelf- ingunni, ásamt þeim með möpp- urnar. A sömu stundu komu inn nokkrir menn í luralegum jökk- um og ruddalegir útlits. Þeir fluttu burt tjaldhimininn og virtust ætla að ryðja alla hvelf- inguna. Þegar tjaldið var burtu, sá ég nokkra einkennilega húsmuni á bak við það. Einn líktist rúmi, með sinn ásinn við hvorn enda með sveif til að snúa þeim. Þarna stóð líka einskonar tréhestur. Auk þess voru fleiri undarlegir hlutir og fjöldi af reipum, sem léku í blökkum. Helzt minnti allur þessi útbúnaður á nýtízku leik- fimisal. Þegar búið var að taka til í salnum, birtist ný persóna á leik- sviðinu, hár, svartklæddur mað- ur, með horað, óhugnanlegt and- lit. Það fór hrollur um mig, er ég sá þennan mann. Föt hans gljáðu öll af feiti og voru þakin blett- um. Hann var einkar seinn og virðulegur í öllum hreyfingum. Það var eins og hann tæki við stjórn alls, sem inni var, jafn- skjótt og liann kom. Þrátt fyrir sóðalegan búning og ruddalegt útlit, fann maður að hann var stjórnandinn hér. Hann hélt á hönk af grönn- um kaðli á hægri handleggnum. Konan virti hann fyrir sér hátt og lágt með nístandi augnaráði. Það vottaði fyrir hæðnislegri þrjózku í svip hennar. Oðru máli var að gegna um prestinn. Andlit hans varð draugslega fölt, og svitinn rann í dropum niður hátt, skáhallt emiið. Hann fórnaði höndum, biðjandi, síðan ruddist hann sem hálfóður út úr hvelfingunni. Nú nálgaðist svartklæddi maðurinn, tók eina kaðalhönk- ina og batt saman úlnliði kon- unnar, sem róleg rétti fram hend- urnar. Svo þreif hann ruddalega í handlegginn á henni og leiddi hana að tréhestinum. Hún var lögð á hann, upp í loft. Hún bærði varirnar hratt, og þó ég heyrði ekkert, vissi ég, að hún baðst fyrir. Fætur hennar löfðu sinn hvorum megin við tréhest- inn, og ég sá, að böðlarnir bundu um ölda hennar og festu taug- unum við járnhringa í gólfinu. Mér varð þungt um hjartað, er ég leit þennan ískyggilega undirbúning, og þó var ég svo bundinn af þeim töfrum, sem skelfingin lagði á mig að ég gat ekki litið augunum af þessari furðulegu sýn. 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.