Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 41
getur orðið merkileg tilraun. Þú hefur sjálfur næma vitund, sem er móttækileg fyrir slík áhrif“. „Eg hef aldrei reynt slíkt á sjálfum mér“. „Þá skaltu reyna í nótt. Má ég biðja þig að gera mér þann greiða að leggja trektina við hliðina á koddanum, þegar þú leggst til svefns?“ Mér fannst þessi bón hans út í bláinn, en þar eð ég hef sjálfur áhuga á öllu dularfullu og kyn- legu, sámþykkti ég að verða við bón hans, án þess þó að hafa minnstu trú á skoðunum hans, né von um að ráðagerð lians myndi heppriast. Dacre dró lítið borð að. höfða- lagi legubekkjarins og lagði trektina á það. Við töluðum enn saman dá- litla stund, en síðan bauð hann mér góð'a nótt og fór. ÉG SAT um stund við kuln- andi arineldinn og hugsaði um allt hið undarlega, sem ég hafði hlustað á þetta kvöld, og það, ef til vill ennþá undarlegTa, sem ég kynni að eiga í vændum þessa nótt. Að lokum háttaði ég og slöldcti á lampanum. Eftir að hafa bylt mér lengi, sofnaði ég loks. Ég ætla að reyna að lýsa því, sem mig drevmdi, eða ég sá. Ekkert, sem borið hefur fyrir mig í vöku, hefur haft jafn óaf- máanleg áhrif á mig. Ég var staddur í vistarveru, sem leit út fyrir að vera kjall- arahvelfing undir stórri bygg- ingu. Þrír menn með kollvíðar, svartar hettur og sátu í röð und- ir rauðleitum tjaldhimni. Andlit þeirra voru þungbúin og hátíð- leg. Til vinstri stóðu tveir menn í svörtum skikkjum, þeir héldu á möppum, úttroðnum af skjölum. Til hægri, andspænis mér, stóð lítil kona, ljóshærð og með ein- kennileg, ljósblá augu. Hún var af æskuskeiði, en þó t æplega miðaldra. Hún var dálítið hold- ug og fas hennar bar vott um stolt og sjálfstraust. Andlitið var fölt en rólegt. Það var sérkenni- legt andlit, fallegt en vottaði fyrir grimmd í munnsvipnum. Hún var sveipuð víðri, hvítri skikkju. Við hUð hennar stóð magur, mjög ákafur prestur, sem hvísl- aði öðru hvoru í eyru hennar og hélt upp róðukrossi fyrir fram- an augu hennar. Hún sneri sér ákaft frá kross- inum og horfði hvasst á hina þrjá menn, sem ég skildi að voru dómarar. Þeir stóðu nú upp og sögðu eitthvað. Eg heyrði ekki orða 39 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.