Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 10
drukkum toddý, eða reyktum og spjölluðum saman, oft langt fram á nótt.* Á daginn var ég í skólanum. Krakkarnir voru farin að hæn- ast að mér, en oft kom það fyrir, að ég gat ekki haft hugann við kennsluna sem skyldi. Svona liðu nokkrar vikur. Ég hafði ekki tekið á heilum mér í lang- an tíma, og ástand mitt fór versnandi. Ég hugsaði með kvíða til vetrarins og var farinn að sjá eftir því, að ráðast í þetta pláss. Þá var það eitt illviðris- kvöld, að ég var á heimleið. Hafði verið í skólanum að leið- rétta stíla fyrir morgundaginn, því ég var hættur að geta unnið heima. Það var kolniðamyrkur, svo varla sást handaskil, og ofsa rok. Ég vafði fastara að mér frakkanum og hljóp við fót. Er ég var í þann veginn að komast í skjól við húsvegginn, þar sem ég bjó, fann ég geig- væna nálægð hans fara um mig, þó ég sæi ekki út úr augunum fyrir náttmyrkrinu og veður- hamnum. Ég studdist við hand- riðið upp tröppurnar, en þá var því líkast sem hulin hönd væri lögð á öxl mér til að varna mér frekari uppgöngu. Gegn ásetn- ingi mínum um að komast sem skjótast inn úr þessu óveðri, sneri ég aftur frá húsinu til að svipast um eftir Tjarnarmann- inum. Reyndar var ég viss um, að hann myndi vera þar sem hann var vanur að vera, en sál mína þyrsti í fulla og óyggjandi sönnun. Og fyrr en mig varði, tvísté rég við hliðina á honum og hallaði mér í veðrið. Þar sem ég hafði nú fengið svalað forvitni minni á svo ó- tvíræðan hátt, lá beinast við fyrir mig að leita mér sem skjótast skjóls og öryggis í mínu heima. En framtakshæfni mín og ákvörðunargáfa voru í einni svipan frá mér numin, og fyrir sjónum mínum og skynjun var eitt og aðeins eitt: Þetta horaða mannhrak, þessi visni vesalingur, sem ekki brá vana sínum fyrir veðri og vindum. en horfði fjarvita og miður sín út í myrkrið óendanlega — eins og hann byggist við, að enn væri ekki öll nótt úti, að enn myndi sér koma einhver hjálp, að enn væri von um bænheyrsiu guðanna. En þó var ekkert eins víst og það, að guðirnir hefðu gleymt honum. Og það var eins og særokinu og storminum sæist yfir hann líka og skildu eftir eyðu fyrir hann á leið sinni, — svo fast, öruggt og óbifanlega stóð hann og einblíndi fram á vatnið, sem sogandi hvein og freyddi upp á malarkambinn og ýrðist framan í okkur. Um leið og ég þóttist sjá, að 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.