Heimilisritið - 01.02.1951, Side 10

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 10
drukkum toddý, eða reyktum og spjölluðum saman, oft langt fram á nótt.* Á daginn var ég í skólanum. Krakkarnir voru farin að hæn- ast að mér, en oft kom það fyrir, að ég gat ekki haft hugann við kennsluna sem skyldi. Svona liðu nokkrar vikur. Ég hafði ekki tekið á heilum mér í lang- an tíma, og ástand mitt fór versnandi. Ég hugsaði með kvíða til vetrarins og var farinn að sjá eftir því, að ráðast í þetta pláss. Þá var það eitt illviðris- kvöld, að ég var á heimleið. Hafði verið í skólanum að leið- rétta stíla fyrir morgundaginn, því ég var hættur að geta unnið heima. Það var kolniðamyrkur, svo varla sást handaskil, og ofsa rok. Ég vafði fastara að mér frakkanum og hljóp við fót. Er ég var í þann veginn að komast í skjól við húsvegginn, þar sem ég bjó, fann ég geig- væna nálægð hans fara um mig, þó ég sæi ekki út úr augunum fyrir náttmyrkrinu og veður- hamnum. Ég studdist við hand- riðið upp tröppurnar, en þá var því líkast sem hulin hönd væri lögð á öxl mér til að varna mér frekari uppgöngu. Gegn ásetn- ingi mínum um að komast sem skjótast inn úr þessu óveðri, sneri ég aftur frá húsinu til að svipast um eftir Tjarnarmann- inum. Reyndar var ég viss um, að hann myndi vera þar sem hann var vanur að vera, en sál mína þyrsti í fulla og óyggjandi sönnun. Og fyrr en mig varði, tvísté rég við hliðina á honum og hallaði mér í veðrið. Þar sem ég hafði nú fengið svalað forvitni minni á svo ó- tvíræðan hátt, lá beinast við fyrir mig að leita mér sem skjótast skjóls og öryggis í mínu heima. En framtakshæfni mín og ákvörðunargáfa voru í einni svipan frá mér numin, og fyrir sjónum mínum og skynjun var eitt og aðeins eitt: Þetta horaða mannhrak, þessi visni vesalingur, sem ekki brá vana sínum fyrir veðri og vindum. en horfði fjarvita og miður sín út í myrkrið óendanlega — eins og hann byggist við, að enn væri ekki öll nótt úti, að enn myndi sér koma einhver hjálp, að enn væri von um bænheyrsiu guðanna. En þó var ekkert eins víst og það, að guðirnir hefðu gleymt honum. Og það var eins og særokinu og storminum sæist yfir hann líka og skildu eftir eyðu fyrir hann á leið sinni, — svo fast, öruggt og óbifanlega stóð hann og einblíndi fram á vatnið, sem sogandi hvein og freyddi upp á malarkambinn og ýrðist framan í okkur. Um leið og ég þóttist sjá, að 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.