Heimilisritið - 01.02.1951, Side 7

Heimilisritið - 01.02.1951, Side 7
í því að koma ekki heim fyrr en hann væri farinn. Ótal leið- inlegar hugsanir ásóttu mig, en ég reyndi að bægja þeim burt með því að hugsa um skólann, sem átti að hefjast næsta dag. En það var eins og þetta mann- kerti hefði tekið sér bólfestu í huga mínum, og allra handa myrkar sýnir létu mig ekki í friði. Það var dimmt og drunga- legt, og hver steinn og varða, sem urðu á vegi mínum tóku á sig margskonar myndir og juku á óróleika minn. Þannig eigraði ég um lengi nætur. Þeg- ar ég kom heim, var hann far- inn. Ég sá hann ekki í nokkra daga. Skólinn var byjaður. Ég hafði nóg að starfa. Á kvöldin leiðrétti ég stíla og undirbjó kennslu morgundagsins. Ég var orðinn málkunnugur nokkrum mönnum. sem borðuðu með mér. Það voru bókhaldarinn hjá aðal útgerðarfélagsi þorpsins og tveir innanbúðarmenn, allt ein- hleypingar eins og ég. Ég ákvað að kynnast þeim betur og tók því boði þeirra fegins hendi, að verða fjórði maður í L’hombre. Það var ákveðið að spila heima hjá hverjum fyrir sig til skiptis, einu sinni í viku. Ég komst að raun um, að þetta voru við- felldnustu menn, sem spiluðu vel og þrætulaust. Og ég hugði mér gott til glóðarinnar að afla mér upplýsinga um Tjarnar- manninn, eins og ég var farinn að kalla hann. þegar tilefni gæf- ist. Og tækifærið kom fyrr en mig varði. Það var eitt laugar- dagskvöld. Við höfðum verið að spila heima hjá öðrum innan- búðarmanninum, sem átti heima utan við þorpið. Það var orðið áliðið nætur, þegar við héldum hemleiðis. Ég varð samferða bókhaldaranum, sem var nágranni minn. Það var stillilogn og tunglsljós, frábær- lega fögur nótt. Enginn á ferli. Við gengum hægt og röbbuðum um heima og geima. Einkum snérist tal okkar um stjórnmál. Við vorum ekki á eitt sáttir. Það var kominn hiti í samræð- urnar, þegar við sáum Tjarnar- manninn. Við sáum hann sam- tímis, þar sem hann hímdi und- ir húsvegg hinum megin göt- unnar. Tal okkar féll skyndi- lega niður. Ég leit á förunaut minn, en gat ekki séð nein svip- brigði á andliti hans, svo ég spurði hann hvaða maður þetta væri — ég hefði veitt því eftir- tekt, að hann væri all undar- legur í háttum sínum. Hann stæði til dæmis oft tímunum saman á tjarnarbakkanum, eink- anlega á kvöldin. „Það er hann Valdi, vesalinj- % HEnvrTLISRITl*

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.