Heimilisritið - 01.12.1951, Side 12

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 12
komizt undan“. „Hvert ætlar þú að fara?“ „Ég veit það ekki. Það verð ég að hugsa um seinna“. „Jæja, þú getur hugsað um það hérna“, sagði hún þurr á manninn og opnaði dyr úr eld- húsinu út í lítinn skúr, sem var áfastur við' húsið. „Þeir munu aldrei geta sér þess til, að þú sért hér, sérstaklega ef ég segi þeim, að ég hafi ekki séð þig í kvöld“. „Þú ert góð kona. Ég veit, að ég er ekki verður hjálpar þinn- ar, en kannske ég hefði orðið annar maður, ef ég hefði átt aðra eins móður og Tommi“. Hún sagði ekkert, en lét dyrnar aftur, og hann var í myrkri, nema hvað' lítill Ijós- geisli smaug um eina rifuna í hurðinni. Gegnum þessa rifu gat hann séð til hennar, er hún var að matreiða kvöldverðinn handa Tomma. Eftir svo sem klukku- stund mundi Tommi koma heim frá Ironlatch-búgarðinum, þar sem hann vann á daginn. Pétur Croueh treysti því, að hann mundi ekki spilla góðvild móð- ur sinnar, því að þeir höfðu ver- ið vinir, þegar þeir gengn í ung- lingaskólann í Lamberhurst, og síðan hafði vinátta þeirra ekki rofnað, þó að þeir væru ólíkir í skapi og framferði. PÉTUll CROUCII kúldraði sér niður á pokahrúgu, sem var í einu horninu í skúrnum, og beið nú átekta, þó að ömurlegt væri og óyndislegt. Innan úr eldhús- inu tók að leggja angandi mat- arþef, og Pétur vonaði, að hús- móðirin mundi ekki setja hann hjá við kvöldverðinn, þegar Tommi væri kominn heim, því að hann var soltinn og átti langa göngu fram undan. Það seig á hann nokkurs kon- ar magnleysismók, og þá komu endurminningarnar um atburði síð'ustu tveggja klukkustunda fram í erfiðum draumum, en svo hrökk hann upp við fótatak á veginum. Um stund barðist hjartað ótt og títt i brjósti hans, og hann stóð á öndinni. Þetta mundu vera varðmennirnir. Þeir höfðu auðvitað gizkað á, hvar hann væri — hjá Maríu Adis, móður einkavinar hans. Iíann hafði verið flón að koma hingað'. Það lá við, að hann missti alla stjórn á sér. Hann hrökk út í horn skjálfandi og hálf-kjökrandi. En fótatakið barst fram hjá. Hann heyrði það hverfa út í frost- kyrrðina. Þeir, sem þarna voru á ferð, hægðu ekki einu sinni á sér móts við dyrnar. Bráðlega leit húsfreyjan inn í skúrinn. „Þetta voru þeir“, sagði hún. „Hópur frá kastalanum. Ég sá 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.