Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 7
að það smaug gegn um merg og
bein og yfirgnæfði veðurofsann.
Það var eins og ísköld krumla
gripi um hjarta mér og stöðvaði
það. Eg sá byrðina snerta yfir-
borð síkisins, hverfa svo undir
það og kæfa þannig hið hrylli-
lega vein.
Augnabliki eftir þetta var eins
og náttúruöflin væru lömuð, því
stormurinn, þrumurnar og elding-
arnar þögnuðu, og helþögn ríkti.
En það var ekki nema stutta
stund. Skyndilega skall reiðar-
slagið aftur yfir. Þrumurnar, eld-
ingarnar og stormurinn hömuð-
ust trylltara en nokkru sinni áð-
ur, svo rúðan nötraði eins og
hleypt væri af voldugum fallbyss-
um rétt hjá henni.
Allt í einu kom máninn fram
úr skýjunum og í sömu andránni
lýsti hver eldingin af annarri upp
síkisbakkann, þar sem mennirnir
stóðu. Og allt í einu kólnaði ég
upp. Eg þekkti greinilega báðar
mannverurnar. Onnur var kast-
alavörður föður míns, en hin var
fyrri maður móður minnar, sem
hún hafði skilið við af mörgum
og gildum ástæðum. 1 fyrsta lagi
hafði hann lagt lag sitt við aðrar
konur, í öðru lagi drakk hann
eins og svampur, og loks spilaði
hann einnig fjárhættuspil, eyddi
öllum eignum þeirra og var
mannhundur í alla staði. Mann-
úrhrakið hafði hótað að hefna sín
einhvern tíma á henni fyrir það,
að hún hafði skilið við hann.“
Þarna þagnaði hlekkjaði mað-
urinn aftur og þung stuna leið
frá brjósti hans, líkust grát-
þrungnum, niðurbældum ekka.
Svo hélt hann áfram. . . .
. . . ,,Fram að þessu hafði ég
hvorki getað hrært legg né lið,
aðeins legið titrandi, máttvana og
gagntekinn skelfingu og horft á
það, sem fram var að fara. En
nú varð breyting á því. Eg varð
gagntekinn hryllilegum grun, sem
nísti sál mína og hjarta . . . og
ég rykkti mér upp, örvita af heift,
skelfingu og hræðilegum grun. . .
Eg rak augun í gamlan tvíhlaðn-
ing, sem hékk upp á veggnum
rétt hjá mér. Eins og í leiðslu
greip ég hann. Ég tvíhenti hann
og rak hlaupið af alefli gegn um
rúðuna. ískaldur vindur næddi
um mig allan, regnið lamdi mig
í framan og kæfði næstum ekka-
sog mín.
Mennirnir hrukku við, er þeir
heyrðu glamrið í glerbrotunum,
sem méluðust á steinstéttinni
fyrir neðan gluggann minn. And-
artak stóðu þeir ringlaðir og skim-
uðu umhverfis sig, svo tóku þeir
á rás eftir forugum síkisbakkan-
um.
Hugsanir, hver annarri hrylli-
legri, þvældust um í huga mér
5
JÚLÍ, 1952