Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 51
r~ -s PYNDING. — Ef þig drcymir að þú sjáir ejnhver pyndaðan og kvalinn, mun þung byrði á þig lögð. PYRAMIDI. — Að dreyma þessi furðulegu mannvirki er fyrir sérlega góðu. Dreymandinn mun vaxa að vjrðingu og frægð. Fólk mun sækjast eftir að kynnast honum. PONNUKAKA. — Ef þig dreymir að þú sért að eta pönnuköku, muntu verða gæfusöm(samur) í ástum og störfum. RABARBARI. — Ef þig dreymir að þú sért að skera rabarbara, mun ein- hver, sem einhvern tíma hefur virzt vera óvinur þinn, verða einn af þínum beztu vinum. RAKARI. — Ef þig dreymir rakara, skaltu gæta þess betur en að undan- förnu, að framferði þitt veki ekkj misskilning og ef til vill verðskuld- aða vantrú á þér. Oft er það fyrir tjóni að dreyma að verið sé að raka mann. RÁN. — Sjá Þjófnaður. REFUR. — Að sjá ref í draumi táknar að einhver sitji á svikráðum við þig, ef til vill manneskja sém þú terystir. Drepa ref í draumi, merk- ir, að einhver sem þú þarfnast muni koma til þín. Dreymi þig að þú látir vel að ref, er það fyrir hættu, mjög bráðlega. REGN. — Sjá Rigning. REGNBOGI getur táknað margt í draumi, og fer það þá eftir efni draums- ins. Oft getur hann boðað óvæntar fréttir úr fjarlægð eða hagkvæmt ferðalag í útlöndum. Ástvinum táknar hann stöðuglyndi, hamingju og giftingu á næstunni. Kaupsýslumönnum boðar hann fjáröflun í öðrum löndum. En yfírleitt er hann fyrir einhverri breytingu á hög- um dreymandans. Regnbogi á austurlofti: góðar fréttir, batnandi kjör; á vesturlofti: leiðindi; beint yfir höfði manns: dauði eða slysfarir. REGNHLIF. — Ef þig dreymir að þú týnir regnhlíf, muntu bráðlega fá mjög eftirsóknarverða gjöf. Kaupa regnhlíf er hættumerki, sennilega slasastu eða meiðist. Sumir telja regnhlíf boða skammvinna hamingju. REIÐHJÓL. — Dreymi þig að þú sért að ferðast á reiðhjóli, táknar það erfiðleika sem þú sigrast á, ef þú hefur það hugfast og breytir eftir því, að bezt er á sjálfan sig að treysta. Ljóshærðum er ráðlegast að tortryggja dökkhærðar persónur, ef um ástamál er að ræða. Hjólirðu allt hvað af tekur, máttu búast við að einhver reyni að eyðileggja mannorð þitt. Sjá annan á hjóli: tefldu ekki í tvísýnu. REIÐI. — Ef þig dreymir, að þú sért reiður, skaltu vera á verði gegn mögulegum óvinum, sem geta gert þér miska. Oft er það þó svo, að ef þig dreymir að þú sért reiður við einhverja ákveðna persónu, er hún einmitt bezti vinur þinn. Að vera skammaður í draumi er fyrir heimilisófriði og ætti að vera hvatning til að gæta sín vel í orði og s._______________________________________________________________________/ JÚLÍ, 1952 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.