Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 22
með. Mér er mjög hlýtt til hans,
og sjálfur hefur hann sagt við
mig, að hann gæti vaðið gegnum
eld og vatn fyrir mig. Hann er
tuttugu ára og hefur verið með
annarri stúlku á undan mér. En
hann er ekki lengur með henni,
vegna þess að hún vildi ekki gera
það, sem han bað hana um. Þú
skilur hvað ég meina. Nú hefur
hann farið hins sama á leit við
mig, en mér finnst ég alltof ung,
ef illa skyldi til takast, eins og
hendir margar stúlkur. Nú bið ég
um svar til að gefa honum, þess
efnis, að ég vilji ekki taka þátt
í neinu slíku. Verulega gott
svar.”
Annað :
..Eg er átján ára stúlka, og
fyrir um það bil átta mánuðum
kynntist ég pilti, sem er tuttugu
og tveggja. Allt var ágætt okkar
í milli, þangað til kvöld eitt fyrir
skömmu, að öllu var lokið. Hann
sagði, að ef ég léti ekki að vilja
sínum, yrði því að vera lokið, og
þá spurði hann mig, hvort ég
kysi heldur, og þá svaraði ég, að
þá yrði öllu að vera lokið, því
ég hef alltaf verið siðsöm. Þú
skilur auðvitað, hvað ég á við,
það er svo erfitt að koma orðum
að því. O, hvað ég var örvilnuð,
en það getur ekki verið rétt að
koma svona fram við stúlku. Ef
ég fer á dansleik, er hann vanur
að vera þar, en hann dansar ekki
við mig þótt hann gefi mér nán-
ar gætur, svo það virðist sem
hann hafi ekki gleymt mér. Það
hefur ekki liðið svo dagur, að ég
hafi ekki hugsað um hann. I
fyrstu, þegar ég sá hann með
öðrum stúlkum, fylltist ég ör-
væntingu. Eg hef kynnzt öðrum
piltum, en hann er mér allt. Kæra
Karin Walli, er það hann eða ég,
sem á að stíga fyrsta skrefið ?
Mér finnst ég hafa breytt rétt,
segðu mér álit þitt á því, kæra
Karin Walli.“
Þetta vandamál kemur fram í
öðru hverju bréfi frá unglingum
á þessum aldri. Að það sé vanda-
mál einnig fyrir piltinn, kemur
fram í þessu einkar stutta og lag-
góða skrifi: ,,Góða Karin Walli.
Er hægt að trúa því, að stúlka
elski mann ef maður fær ekki að
sænga með henni ?“
EÐA RETTARA sagt, sjálf
spurningin sýnir, að það er ekk-
ert vandamál. Það virðist vera
sjálfsagt mál frá sjónarmiði ung-
lingspiltanna, að jafnframt því að
tveir unglingar skiptist á ástar-
játningu, eða hafa ,,verið sam-
an“ í nokkra mánuði, þá hafi
þeir rétt til að krefjast hjúskapar-
samlífs. Unga nútímastúlkan í
Svíþjóð verður að velja jafnskjótt
og hennar unglingshjarta bindur
20
HEIMILISRITIÐ