Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 6
hefði áður liðið, og einhvern veg- inn fannst mér sem vanlíðan mín stafaði ekki öll frá hjartabilun minni. Eg hallaði mér fram í hina breiðu gluggakistu og þrýsti and- litinu þétt upp að rúðunni, sem regnið buldi án afláts á. Ég hafði setið þannig í glugga- syllunni drykklanga stund og horft út í myrkrið, en tunglið, sem var í fyllingu, óð í svörtum skýjum og gaf því frá sér tak- markaða birtu. Ég sá síkið og bakkann umhverfis það nokkurn veginn greinilega. Síkið var ó- venjulega vatnsmikið núna, enda hafði rignt mikið undan farna viku, og regnvatnið því safnazt í það. Ég ætlaði að fara að snúa frá glugganum, er ég sá skyndi- lega hvar tvær mannverur komu labbandi eftir forugum síkisbakk- anum og báru eitthvað fyrirferð- armikið á milli sín. Mannverurn- ar staðnæmdust frammi á síkis- bakkanum, beint framundan glugganum mínum, og lögðu byrðina þar. Ég þrýsti andlitinu þéttar að rúðunni til að sjá bet- ur, hvað nú myndi ske. Ég fann að ég var undarlega máttlaus, á- kafur hjartsláttur greip mig, svo að ég fékk andþrengsli og ég fór að nötra og skjálfa ... í þetta skipti örugglega af taugaæsingu. Ég sá verurnar í fyrstu fremur ógreinilega, en svo skauzt tungl- ið fram úr skýjabakka og þá sá ég greinilega að mennirnir þötuðu út í loftið, bentu við og við á byrð- ina og svo út á síkið. Helzt virt- ust þeir vera að deila um eitt- hvað. Ég fann það á mér, að eitt- hvað óhugnanlegt var að gerast þarna og mig langaði til að æpa upp, flýta mér frá glugganum, svo að ég sæi ekki það, sem mig grunaði að verða myndi, en ég gat það ekki. Eg var algjörlega máttvana. Hversu feginn sem ég vildi, gat ég hvorki hrært legg né lið, aðeins legið hjálf-kjökrandi af skelfingu og taugaæsingu og starað á það sem fram fór. Skyndilega hættu mannverurn- ar patinu, þær gripu byrðina, hófu hana á loft — sveifluðu henni nokkrum sinnum á milli sín og . . . ég náði ekki andan- um fyrir áköfum hjartslætti og geðshræringu. Byrðin flaug út yf- ir síkið í litlum boga. Rétt er hún var að snerta yfirborð þess, kvað við nístandi dauðans angistarvein frá konu.“ Nú þagnaði maðurinn andartak og grúfði andlitið í höndum sér. Hinn maðurinn var farinn að halda, að hann ætlaði ekki að segja meira, þegar hann skyndi- lega rétti úr sér og sagði með rödd, sem var hás af geðshrær- ingu: ,,Neyðarópið var svo nístandi 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.