Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 16
niður. Allt of snöggt handtak ein-
kennir þann óbetranlega sjálfs-
elska. Langdregið handtak, aftur
á móti, er hlýtt og laðandi og
einkennir þann félagslega sinn-
aSa. Sá, sem grípur um hand-
legginn á þeim, er hann heilsar
með handabandi, er opinskár og
fljótfær að eðlisfari og lætur
gjarnan í té vináttu og samúð.
TakiÖ eftir hvernig fólk reykir.
MaSur, sem þarf að taka mikil-
væga ákvörðun, sogar reykinn
djúpt og hægt að sér. Sá, sem er
annars hugar eða utan við sig,
lætur sígarettuna brenna sjálfa í
öskubakkanum. Sá, sem mylur
sígarettustúfinn í smáagnir, sýn-
ir, að hann er uppstökkur, erti-
gjarn og önugur. MaSur, sem
heldur sígarettunni með logándi
endann vísandi inn að lófanum,
er oft slyngur herfræðingur og
útfarinn refur. Ef maður hefur
ekki augun af sígarettureyknum
á meðan hann talar við þig, er
hann til með að reyna að lokka
þig í gildru — eða hefur hann ef
til vill séð við bragði þínu.
ÞaS krefst æfingar að dæma
um fólk eftir tilburÖum þess.
Gleymið ekki, að eitt einstakt
merki segir aldrei allt. NotiS ætíð
yðar heilbrigðu skynsemi, þegar
þér dæmið um það, er þér sjáið,
og munið, að manneðlið er afar
margþætt. Reynsla og þekking
mun smám saman kenna þér að
greina á milli tákna, sem þú get-
ur treyst, og þeirra, sem leiða á
villigötur. Þið munuð ykkur til
furðu komast að raun um, að þið
getiÖ stundum kynnzt fólki betur
af að horfa á það, en af því að
hlusta á það, sem það segir. *
Til athugunar í sumarleyfinu
Það má gcra sér margt til dundurs,
þcgar maður cr í vandræðum mcð, li.vað
gcra á við tímann. Mcðal annars má
rcyna að svara eftirfarandi spurningum.
1. Hvaða söngva myndirðu helzt
kjósa þér, ef þú ættir að velja söngva
í skemmtiferð eða eitt gleðikvöld?
2. Hvaða bækur hefurðu lesið, sem
þú hefur notið mest og bezt?
3. Hvaða kvikmyndaleikurum licf-
urðu mest dálæti á?
4. Hvaða menn hafa lesið upp í út-
varpið, scm þér hefur líkað bczt við?
5. Hvaða íslenzkum stjórnmálamönn-
um hefurðu mest álit á?
6. Hverja álíturðu ríkustu mcnn
landsins.
7. Hvcrjir eru bcztu íslenzku leikar-
ararnir, að þínu áliti?
8. Hverjir cru hcztu hljómlistarmcnn
okkar, að þér finnst?
9. Hvcrjir finnst þér bcztu rithöf-
undar okkar og skáld?
10. Hvernig myndirðu fyrst og
fremst vcrja 10 miljónum króna, ef þú
erfðir þá fjárhæð?
14
HEIMILISRITIÐ