Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 67
SPURNINGAR OG SVÖR
(Framh. af 2. kápusiSu)
um hann til þass að þú viljir bindast
honum, og biddu um frcst. Auðvitað
verðið þið þá bæði að reikna með því
að missa hvort annað. En í þessum sök-
um er ekki holt að flaustra neinu af.
Unglingar hafa oft svo slæma döm-
greind um, hvað þeim er fyrir beztu.
Þú mættir gjarnan hafa möður þína eða
föður í ráðum með þér. Hjónaband er
'alls ekki tilfinningamál, nema að sumu
leyti, og sé eingöngu stofnað til þess
á því sviði, er hætt við að endingin verði
ekki sem skyldi.
Hinsvegar mætti segja mér að hann
gengi mcira á eftir þér en holt er fyrir
hann sjálfan, og þú ert ef til vill með
einhvern draumaprirrs í huga, sem aldrei
kemur. Atliugaðu, að það er engin galla-
laus persóna til, og hafi maður séð galla
maka síns áður en til hjúskapar er
stofnað, er líklegra að viðkomandi fyrir-
gefi þá í hjónabandinu en ella.
Svo læt ég þig sjálfráða hvað þú gerir.
Eins og ég hef1 oft sagt áður, þá eru
ýms þau vandamál til, sem hver og einn
verður að gera upp við sjálfan sig,
hvernig hann Ieysir. Annað væri líka
til þess að skapa ábyrgðarlcysi hjá fólki
og margt fleira í kjölfar þess, sem ég
vil ekki fara frekar út í að sinni.
Eva Adams.
SVAR ÓSKAST
Sp.: Kæra Eva. Við erum hérna tvær
í vandræðum. Svo er mál með vexti, að
við eigum angórapeysur og erum óá-
nægðar með hvað kemur mikil ló úr
þcim og festist í fötum. — Hvað eig-
um við að gera til þess að losna við
lóna? — Tvœr í angórapeysnm.
Sv.: Því miður veit ég ekki svar við
þessu. Nú langar mig til að leita til les-
enda minna og vita, hvort einhver kann
ráð við þessu og vill rétta mér hjálpar-
hönd. Ég væri því þakklát. Gaman væri
að fá línur mcð, spurningar eða annað,
sem yrði okkar einkamál.
Eva Adams.
EKKERT LIGGUR Á
Svar til „Einnar 18 ára": — Þú skalt
vara þig á því að umgangast mikið
manninn, sem þig liryllir við, þegar
hann sýnir þér blíðuhót. Það getur skað-
að þig andlega meira en þig grunar. Og
fyrst hinn vill ekki líta við þér, er ekki
um annað að ræða en bíða og sjá hvað
setur. Átján ára stúlku liggur ekkert á
að taka endanlega ákvörðun um fram-
tíðina, einkum þegar svipað stendur á og
með þig. Eva Adams.
VILL VERÐA HJÚKRUNARKONA
Sp.: — Kæra Eva. Mig hefur lengi
langað til að verða hjúkrunarkona, en
hef ekki gagnfræðapróf. Ætli að það
sé engin undantekning? — Stúlla.
Sv.: — Þú getur reynt að skrifa til
Hjúkrunarkvennaskóla Islands (sími
1775) og spyrjast fyrir um þetta. Ég
hygg að erfitt sé að sinna beiðni þinni.r
en ef til vill þarftu ekki nema smávcgis
undirbúningsmenntun í viðbót við þá
sem þú hefur. Áhugasamt fólk kemSt
venjulega það sem það ætlar sér!
Eva Adams.
SVÖR TIL ÝMSRA
Til „Grétu": — Ut af leiknámi skaltu
skrifa til skólastjóra viðkomandi skóla
sem allra fyrst. — Láttu íþróttakennar-
ann í friði, ef þú vilt ekki eiga á hættu
að hann hlæj að þér. — Yfirleitt eru 15
ára stúlkur svo misjafnlega þroskaðar,
að aldur og hæð gefa ekki tilefni til
reglna um miðlungsþynd.
Til „Siggu": — Frekknur má lýsa
með frekknukrcmi, brintyfirilti og sít-
rónusafa. — Ef þú ert 160 sm. á hæð
og 17 ára, áttu ag vega ca. 53 kg.
Eva Adams.