Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 41
eitthvað markvert fyrir yður. Annars fallið þér í glejansku." Jeff fannst sjálfum laglega af sér vikið að standast freistinguna að aka einn með henni, eins og hún hafði lagt til, en hann hafði lofað sjálfum sér því, að hann skyldi ekki nota sér þakklæti hennar fyrir að hjálpa henni til vegs og frama. DAGINN eftir lagði Jacobs samninginn fyrir hana, og hún skrifaði undir. Þegar Jeff heyrði, hversu háa upphæð hún ætti að fá í föst laun, fyrir utan þóknun fyrir hverja mynd, hneigði hann sig í viðurkenningarskyni. ,,Laglega af sér vikið,“ sagði hann. ,,Sérðu nú, að ég gerði rétt í því að fara ekki með þér til Jacobs. Þér náið miklu betri tök- um á honum, þegar þér eruð • • ein. Marina brosti og svaraði. ,,Eg fékk bætt inn í ákvæði, sem hann streittist mikið á móti. Eg vildi fá leyfi til að giftast, án þess samningurinn félli niður.“ ,,Sei, sei!“ tautaði Jeff. ,,Hann eyðir ekki tímanum til ónýtis, sá góði Farwot Ritley. Já, ef þér giftist honum, þurfið þér ekki að hugsa mikið um launin yðar. Hann hefur nóga peninga . . . en það er nú líka nálega það eina, sem hann hefur!“ ,,Svona, svona," sagði hún. „Hvernig á það svo að ganga til á morgun við Fjandaklettana ?“ ,,Þér verðið auðvitað að bjarg- ast, en eftir það, sem þér hafið sagt um hjúskaparákvæðið, er víst bezt að Ritley bjargi yður ? Það má ekki stofna mannorði yð- ar í hættu." ,,Mér þætti gaman að vita, hvort þér nokkurn tíma segið eða gerið nokkuð undirhyggjulaust," sagði Marina, og augu hennar fengu votan gljáa, eins og hún ætlaði að bresta í grát. ,,Yður finnst bersýnilega, að allt, sem hægt er að nota í auglýsinga- skyni, sé réttmætt." Hún yppti öxlum og gekk hratt burt. Hann sá hana ekki fyrr en dag- inn eftir, ,rétt áður en hún ók af stað með Ritley. ,,Eftir hálftíma við klettana,". kallaði hún til hans. Jeff horfði alvarlegur á eftir henni. Hann hafði gert hana fræga — áður óþekkta, unga stúlku — en jafnframt hafði hann misst hana. ÞEGAR Jeff kom niður í fjör- una hjá Fjandaklettunum, sá hann Marina vera að synda fram. Það var margt fólk í fjörunni, sem þyrptist saman óttaslegið, JÚLÍ, 1952 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.