Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 14

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 14
stöðum, sem ég hef komizt að. ,,Er ekki svo ?“ sagði ég við hraustlega manninn. Hann brosti breitt og kinkaði kolli. ,,Hver líkamshreyfing talar sínu máli,“ sagði Shakespeare í Vetrarœtíintýri. Eins og allir miklir mannþekkjarar skildi hann, að líkaminn er fullkomnasti lyga- mælirinn. Hversu vel sem mað- ur gætir orða sinna og andlits- svips, getur maður ekki hindrað, að hinar sönnu tilfinningar og hugsanir birtist í fasi, tilburðum og kækjum. Hæfileikinn til að þýða þessi merki er mjög mikilvægur fyrir sölumenn, leikara, stjórnmála- menn og lögfræðinga. Vanur rannsóknardómari, sem þarf að fást við þrjóskt vitni, er stöðugt á verði til að taka eftir merkjum um geðshræringar — skyndilegri handhreyfingu, til dæmis, eða taktfast stapp með öðrum fætin- um. Rannsóknardómarinn Louis Nizer hefur sagt mér, að ef vitni strjúki sér ósjálfrátt um munn- inn, þegar það á að svara spurn- ingu, gangi hann afar hart að þeim hinum sama. ,,Vitnið sýn- ir með þessu, að því er órótt í skapi og vill helzt losna við að svara spurningunni,“ útskýrði Nizer. Það eru vissar hreyfingar, sem svo að segja örugglega sýna hugs- ana- og tilfinningaviðbrögð. Það getið þið sjálf reynt með því að setja ykkur í stellingar og reyna svo að kalla fram geðhrif, sem eru þveröfug við þau, sem þessi stelling annars ber vott um. Reynið til dæmis að kalla fram reiðitilfinningu meðan þið stand- ið með álútt höfuð og brosið blítt. Hið sanna eðli mannsins birtist greinilega í vanaföstum tilburðum hans. Roosevelt forseti var ætíð vanur að halda löngu sígarettu- munnstykkinu glæsilega vísandi upp á við — táknrænt fyrir hina öruggu bjartsýni hans. Hinn kunni rannsóknardómari, Dar- row, var öldungis bjargfastur og óraskanlegur, þegar hann stóð gleitt, með höfuðið ofurlítið álútt og þumalfingurna undir axla- böndunum. Dewey, fylkisstjóri í New York, lyftir upp báðum höndum, þegar hann vill leggja mikla áherzlu á eitthvað, er hann segir. Hvort sem þessir tilburðir eru tillærðir eða ósjálfráðir, vill hann segja með þeim: ,,Hérna hafið þið mig eins og ég er, ég hef engu að leyna.‘ Manneskja, sem einhverju hef- ur að leyna, reynir venjulega að fela hendurnar, eða snúa þeim þannig, að lófarnir sjáist ekki. Það er afar mikilvægt fyrir skapgerðargreininguna að taka 12 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.