Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 29
skipt hefur verið á venjulegu and-
rúmslofti og samanþjöppuðum tó-
baksreyk, og allir hrópa sam-
tímis hver í kapp við annan. Ef
við nú áræðum að fara inn, tek-
ur húsmóðirin á móti okkur með
hvellum fagnaðarópum, gerir yf-
irhafnir okkar upptækar og fer
svo til að sækja okkur sopa. Ég
sezt á ejna auða stólinn og tek
þá eftir, að hann er næstur
manni, sem ég þoli ekki nálægt
mér. Þú kemur auga á gamla
skólasystur, sem þú hatar af öllu
hjarta, og þið fallizt í faðma. Og
nú spyr ég: yfirgefa tvær óbrjál-
aðar manneskjur af frjálsum vilja
sitt góða rúm til að taka þátt í
slíkri martröð?“
,,í fyrsta lagi faðmast kvenfólk
ekki,“ andmælti Eva. ,,Og í öðru
lagi fer hugmyndaflug þitt langt
fram úr veruleikanum. Svona
leiðinlegt getur aldrei neitt orð-
ið.“
Tim lækkaði röddina í drama-
tískt hvískur. ,,Hlustaðu nú á-
fram! Allt í einu finn ég augu
hvíla á mér. £g lít upp . . . og
þarna stendur hún. Engilfögur
stúlka með húð sem fílabein
gyllt af fyrstu geislum morgun-
sólarinnar, og hár eins og drottn-
ing næturinnar. Brún augu henn-
ar eru íhugul en þó bljúg, full
af samúð og skilningi, en mann
grunar, að eldur búi undir niðri.
Eitt andartak, sem er eins og ei-
lífð, horfum við hvort á annað.
Enn höfum við ekki talazt við,
þó finnum við bæði, að við höf-
um alltaf þekkt hvort annað, höf-
um alla ævi beðið þessarar stund-
ar. Svo nálgast hún gegnum þok-
una. Það er eins og hún svífi.
Fólkið víkur úr vegi fyrir henni.
Hún sezt við hlið mér og segir:
,,Loksins!“ með rödd, sem
hljómar eins og jhimnesk harpa.
,,Já,“ segi &g. Ekkert annað.
En það er heill heimur á bak við
þetta einfalda orð.
,,Hvað heitið þér?“ spyr hún
lágt og heitt, en heldur strax á-
fram: ,,Nei, hvað varðar okkur
tvö um nöfn ? Kallaðu mig
Kötu.“
,,Sæl, Kata,“ segi ég með
daufu brosi, álíka og drukknandi
maður, sem kemur upp í þriðja
sinn. Og svo sný ég mér við til
að gá að, hvort þú hafir tekið
eftir nokkru.“
Hann blés reykjargusu framan
í Evu.
,,Svona, lokaðu nú augunum,
þá getur þú ímyndað þér, að þú
sért í kokkteilsamkvæmi!“
Hún tók könnuna og hellti aft-
ur í bollann sinn. Tim rétti fram
sinn boha, svo að hún gæti hellt
í hann. Þau settust upp, hvort
með sinn kodda við bakið. Eva
spurði: ,,Sástu svo, hvort ég tók
JÚLÍ, 1952
27