Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 8
og gerðu mig alveg rugláðan . . .
hið nístandi neyðarvein . . . hót-
unin um að hefna sín á móður
minni o. fl. . . . Allt þetta hjálp-
aðist að við að gera mig hálf-
sturlaðan. Eg rak hlaupið út um
brotnu rúðuna, og þrátt fyrir það,
að regnið og táraflóðið, sem
streymdi án afláts úr augum mér,
hálf-blindaði mig, gat ég miðað.
Nú báru þeir saman . . . ég færði
til fingurinn . . . deplaði augun-
um ... og þrýsti á gikkinn.
Snarpur hvellur kvað við, svo
heyrðust ámátleg sársauka- og
neyðarvein gegnum veðurgnýinn,
mennirnir skjögruðu á forugum
síkisbakkanum, annar þeirra
steyptist á höfuðið fram af hon-
um, flaut litla stund, en sökk svo
undir yfirborð þess. Hinn riðaði
við, skjögraði nokkur skref og
féll svo framyfir sig. Eg sá hvern-
ig hann rann eftir forugum, hall-
andi bakkanum og hvarf smám
saman ofan í síkið með átakan-
legu veini.
Ég hló vitfirringslegum hlátri.
Eg hafði kastazt til, því byssan
var kröftug, ætluð til að skjóta
með stór dýr, og hafði því slegið
mig all rækilega, enda skaut ég
úr báðum hlaupunum í einu.
Smám saman breyttist hinn vit-
firringskenndi hlátur minn í sár-
ar stunur og ekkasog, sem ætl-
uðu næstum að kæfa mig.
6
Þegar ég fór að hugsa málið,
varð ég gagntekinn hræðilegri
skelfingu. Ef grunur minn var nú
ekki á rökum reistur ? Eg var orð-
inn morðingi !
Ég horfði út á síkið, þar sem
hinn hryllilega — dularfulli harm-
leikur hafði farið fram, og fyrir
eyrum mér hljómuðu þessi hræði-
legu orð :
,,Morðingi . . . morðingi . . .
morðingi . . .“
Eins og ölvaður maður, biig-
aður á sál og líkama, skjögraði
ég að rúmi mínu og hneig niður í
það algjörlega máttvana. Lengi
vel hljómaði orðið ,,morðingi“ sí-
fellt fyrir eyrum mér, en loks hlýt
ég að hafa sofnað. Eg hafði mar-
tröð langt fram eftir nóttunni, og
undir morgun, er ég skreið fram-
úr, andlega og líkamlega þreytt-
ur, úrillur af svefnleysi og slapp-
leika, hélt ég, að allt það, sem
skeði um nóttina, hefði verið
hræðileg martröð.
Þegar ég kom niður, fékk ég
brátt fullvissu fyrir því, að þetta
hafði e/j/ji verið martröð, eins og
ég hafði vonað, heldur kaldur
veruleiki.
Svo sérstaklega hafði staðið á
þessa nótt, að faðir minn og móð-
ir höfðu lent í snarpri orðasennu
um kvöldið, sem lyktaði með því,
að móðir mín lagðist til hvílu í
norðurálmu kastalans, en þar
HEIMILISRITIÐ