Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 55
SÖNN SAKAMÁLASAGA Sumir lesa glæpasögnr af því, a5 þœr ern „spennandi", aÖrir af f>vl, aii þeir þarfnast hvíldar frá eigin vandamálum. En oft eru morðgáturnar, sem lögreglan mœtir í lifinu sjálfu, mikið meira „spcnnandi", en jafnvel slyngasti rithöfundarheili gœti bugsað upp. Hér birtist ein sltk sönn frásögn. Nöfn á mönnum og stöðum eru rétt, þvt efnið er \sótt t skýrslur lögreglunnar og frásagnir blaðanna. Amerísk harmsaga („ A?i American Tragedy “J ÞAÐ VAR að kvöldi þess 1 1. júlí, árið 1906, að skógarvörður í nánd við Stóra-Moose vatn í New York ríki mætti ungum manni, sem flýtti sér gegnum skóginn. Hann fór eftir fáförnum indíána- stíg og leit oft um öxl. Maðurinn leit út fyrir að vera borgarbúi og óvanur skógi. Auk þess var hon- um til trafala taska, sem hann bar í ól um öxlina og þungt fót- statív, sem hann hafði undir hendinni. 1 hinni hendinni hélt hann á tennisspaða, og skyggnið á flóka- hattinum hafði hann togað niður í augu. Skógarvörðurinn virti hann for- vitnislega fyrir sér eitt andartak og hélt svo áfram göngu sinni. Næsta morgun ljómaði sólin yf- ir Stóra-Moose vatninu. Sumar- gestir, sem voru á gangi um norð- urbakka vatnsins, sáu bát á hvolfi nokkra metra frá landi. Þeim þótti þetta ískyggilegt og tilkynntu yfirvöldum staðarins það. Aðrir sumargestir, sem reru úti á vatninu, skoðuðu bátinn og varð ekki um sel, er þeir tóku eftir kvenkápu, sem hafði festst um kjöl bátsins, og síðan karl- mannsstráhatt, sem flaut þar skammt frá. Rétt fyrir ofan bátstöðina var Glenmore gistihúsið, og jafnskjótt og þangað fréttist um bátsfund- inn, var farið að rannsaka, hvort nokkurra gesta væri saknað. Frammi í fatageymslu gisti- hússins hékk kvenmannshattur, sem ef til vill gat leitt til upp- lýsinga. Gestgjafinn mundi, að hann hafði gleymzt þar deginum JÚLÍ, 1952 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.