Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 55
SÖNN SAKAMÁLASAGA
Sumir lesa glæpasögnr af því, a5 þœr ern „spennandi", aÖrir af f>vl, aii
þeir þarfnast hvíldar frá eigin vandamálum. En oft eru morðgáturnar,
sem lögreglan mœtir í lifinu sjálfu, mikið meira „spcnnandi", en jafnvel
slyngasti rithöfundarheili gœti bugsað upp. Hér birtist ein sltk sönn
frásögn. Nöfn á mönnum og stöðum eru rétt, þvt efnið er \sótt t
skýrslur lögreglunnar og frásagnir blaðanna.
Amerísk harmsaga
(„ A?i American Tragedy “J
ÞAÐ VAR að kvöldi þess 1 1.
júlí, árið 1906, að skógarvörður í
nánd við Stóra-Moose vatn í New
York ríki mætti ungum manni,
sem flýtti sér gegnum skóginn.
Hann fór eftir fáförnum indíána-
stíg og leit oft um öxl. Maðurinn
leit út fyrir að vera borgarbúi og
óvanur skógi. Auk þess var hon-
um til trafala taska, sem hann
bar í ól um öxlina og þungt fót-
statív, sem hann hafði undir
hendinni.
1 hinni hendinni hélt hann á
tennisspaða, og skyggnið á flóka-
hattinum hafði hann togað niður
í augu.
Skógarvörðurinn virti hann for-
vitnislega fyrir sér eitt andartak
og hélt svo áfram göngu sinni.
Næsta morgun ljómaði sólin yf-
ir Stóra-Moose vatninu. Sumar-
gestir, sem voru á gangi um norð-
urbakka vatnsins, sáu bát á
hvolfi nokkra metra frá landi.
Þeim þótti þetta ískyggilegt og
tilkynntu yfirvöldum staðarins
það. Aðrir sumargestir, sem reru
úti á vatninu, skoðuðu bátinn og
varð ekki um sel, er þeir tóku
eftir kvenkápu, sem hafði festst
um kjöl bátsins, og síðan karl-
mannsstráhatt, sem flaut þar
skammt frá.
Rétt fyrir ofan bátstöðina var
Glenmore gistihúsið, og jafnskjótt
og þangað fréttist um bátsfund-
inn, var farið að rannsaka, hvort
nokkurra gesta væri saknað.
Frammi í fatageymslu gisti-
hússins hékk kvenmannshattur,
sem ef til vill gat leitt til upp-
lýsinga. Gestgjafinn mundi, að
hann hafði gleymzt þar deginum
JÚLÍ, 1952
53