Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 56
áður, og að enginn hafði spurt
eftir honum. Hann var eign ungr-
ar stúlku, sem hafði komið um
hálf ellefu daginn áður í fylgd
með ungum, háum og herðabreið-
um manni, sem leit út fyrir að
vera stúdent. Það kom brátt í
ljós, að þau voru bæði horfin.
Af gestabókinni sást, að eig-
andi hattsins hét Grace Brown
og var frá South Otselic, New
York. Fylgdarmaður hennar, sem
hafði ritað nöfn þeirra beggja,
kallaði sig Carl Graham frá Al-
bany, New York. Þau höfðu ekki
notað herbergi sín, heldur farið
strax niður að bátabryggjunni
með allan sinn farangur. Aðeins
hatturinn varð eftir, þar sem Gra-
ham hafði sjálfur hengt hann.
Hópur manna tók þegar að
slæða í vatninu. Klukkan 4 þann
12. júlí fannst, um 150 metra frá
landi, lík ungrar, fallegrar stúlku,
um tvítugt. Gestgjafinn þekkti þá
drukknuðu sem Grace Brown, er
átti hattinn í fatageymslunni.
Þegar búið var að tilkynna þetta
yfirvöldunum í Herkimer, var
haldið áfram að slæða eftir Carl
Graham, en árangurslaust.
Sama kvöld barst athyglisverð
frétt frá skrifstofu Klocks fógeta.
Grace Brown hafði ekki dáið af
idrukknun, eins og fyrst hafði ver-
ið talið. Hún hafði verið myrt!
Líkskoðun hafði auk þess leitt í
ljós, að myrta stúlkan var barns-
hafandi. Fimm læknar skoðuðu
líkið. Á höfuðleðrinu fundu þeir
lítinn, hvítan blett, sem við fyrstu
sýn virtist ekki skipta neinu, en
ofurlítill skurður leiddi í ljós
mikla lemstrun vefjanna undir
honum. Æðarnar í heilanum
höfðu sprungið af þungu höfuð-
höggi. Aðeins ávalt eða fjaður-
magnað vopn, sem beitt var af
miklu afli, gat valdið slíkri
lemstrun. Læknunum kom sam-
an um, að vel væri hugsanlegt,
að tennisspaði hefði verið notað-
ur til þess.
Unga stúlkan hafði auðsjáan-
lega verið barin í andlitið og höf-
uðið áður en henni var fleygt í
vatnið. Hvolfdi báturinn var ein-
ungis bragð, sem átti að auðvelda
morðingjanum undankomu.
Leynilögreglumenn voru send-
ir til South Otselic til að hafa upp
á fjölskyldu Grace Brown, og
brátt kom Frank Brown, bóndi,
og þekkti þá myrtu fyrir dóttur
sína. Brown sagði leynilögreglu-
mönnunum, að Grace dóttir hans
— eða Billie eins og vinir hennar
kölluðu hana — hefði unnið þrjú
síðustu árin í skyrtuverksmiðju
Gillettes í Cortland. Cortland var
meira en 150 kílómetra frá Sauth
Otselic og Billie hafði búið hjá
eldri systur sinni, sem hafði mat-
söluhús í borginni. Billie hatði
54
HEIMILISRITIÐ