Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 28
,,Af hverju ? Það er sunnudag- ur.“ Hann lét rennigluggatjaldið þjóta upp, svo herbergið baðaði í sólskini. ,,Allt illt hér í heimi stafar af því, að fólk liggur ekki kyrrt í rúminu. Það fer á faetur og fer í stríð. Ertu að sækjast eftir því ? Eigum við að slást svo- lítið ?“ ,,Eg er til í allt, ef ég fæ þig úr bólinu. Við getum ekki legið hér í leti allan daginn. Við skul- um fara eitthvað — í dýragarð- inn, söfnin eða eitthvað svoleið- is.“ Tim velti sér á bakið og blés reykjarmekki út í loftið. ,,Nú ertu búin að taka af allan efa um, að það skynsamlegasta, sem ég get gert, er að liggja í rúminu þangað til á mánudagsmorgun.“ ,,Jæja, leggðu þá sjálfur eitt- hvað til málanna.” ,,Hvað finnst þér um eitt billj- ardparty ? Það er billjardstofa hérna . . .“ Eva settist upp, heldur ákveð- in. ,,Nei, nú veit ég! Helen Be- ardsley hefur dálítið kokkteilboð síðdegis. Hún spurði, hvort við myndum ekki líta inn. Þar koma bæði . . .“ Tim þeytti morgunblaðinu nið- ur í rúmið til fóta. ,,Takk, ég veit það. Þar kemur allt þetta dular- fulla lið, sem maður hittir í öll- um kokkteilboðum, en hvergi annars staðar. Það kemur bara ekki. Það er þarna blátt áfram. Og maður sér það aldrei fara. Þegar allt vín er uppdrukkið, og skyggnið í íbúðinni er núll, opnar húsmóðirin glugga til að ræsta loftið — og þá er það horfið með reyknum.“ ,,Ég fer í svörtu dragtina mína,“ sagði hún. ,,Og verð með nýju eyrnalokkana. Eru gráu föt- in þín pressuð ?“ Tim benti storkandi á hana með sígarettunni. ,,Við höfum ekki ennþá verið í slíkri sam- kundu, án þess að þú hafir fyrr eða síðar sagt, að þú vildir óska að þú lægir heldur heima í rúmi. Þessa ósk getur þú nú hæglega fengið uppfyllta í dag. Við verð- um blátt áfram . . .“ ,,Fimm mínútur, og svo á fæt- ur!“ sagði Eva vægðarlaus. Tim andvarpaði og kveikti sér í nýrri sígarettu. ,,Jæja, en gerðu þér þá fyrst Ijóst, hvað þú anar út í. Og segðu svo ekki, að ég hafi ekki aðvarað þig. Eftír þriggja kortéra ferð með strætis- vagni komum við loks til Beards- leys. Jæja, við komum upp. Dyrnar standa opnar, og að innan heyrist kliður eins og í fuglabjargi um varptímann, eða eins og fleiri tugum manns hafi verið troðið inn í litla herbergiskytru, þar sem 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.