Heimilisritið - 01.07.1952, Page 28

Heimilisritið - 01.07.1952, Page 28
,,Af hverju ? Það er sunnudag- ur.“ Hann lét rennigluggatjaldið þjóta upp, svo herbergið baðaði í sólskini. ,,Allt illt hér í heimi stafar af því, að fólk liggur ekki kyrrt í rúminu. Það fer á faetur og fer í stríð. Ertu að sækjast eftir því ? Eigum við að slást svo- lítið ?“ ,,Eg er til í allt, ef ég fæ þig úr bólinu. Við getum ekki legið hér í leti allan daginn. Við skul- um fara eitthvað — í dýragarð- inn, söfnin eða eitthvað svoleið- is.“ Tim velti sér á bakið og blés reykjarmekki út í loftið. ,,Nú ertu búin að taka af allan efa um, að það skynsamlegasta, sem ég get gert, er að liggja í rúminu þangað til á mánudagsmorgun.“ ,,Jæja, leggðu þá sjálfur eitt- hvað til málanna.” ,,Hvað finnst þér um eitt billj- ardparty ? Það er billjardstofa hérna . . .“ Eva settist upp, heldur ákveð- in. ,,Nei, nú veit ég! Helen Be- ardsley hefur dálítið kokkteilboð síðdegis. Hún spurði, hvort við myndum ekki líta inn. Þar koma bæði . . .“ Tim þeytti morgunblaðinu nið- ur í rúmið til fóta. ,,Takk, ég veit það. Þar kemur allt þetta dular- fulla lið, sem maður hittir í öll- um kokkteilboðum, en hvergi annars staðar. Það kemur bara ekki. Það er þarna blátt áfram. Og maður sér það aldrei fara. Þegar allt vín er uppdrukkið, og skyggnið í íbúðinni er núll, opnar húsmóðirin glugga til að ræsta loftið — og þá er það horfið með reyknum.“ ,,Ég fer í svörtu dragtina mína,“ sagði hún. ,,Og verð með nýju eyrnalokkana. Eru gráu föt- in þín pressuð ?“ Tim benti storkandi á hana með sígarettunni. ,,Við höfum ekki ennþá verið í slíkri sam- kundu, án þess að þú hafir fyrr eða síðar sagt, að þú vildir óska að þú lægir heldur heima í rúmi. Þessa ósk getur þú nú hæglega fengið uppfyllta í dag. Við verð- um blátt áfram . . .“ ,,Fimm mínútur, og svo á fæt- ur!“ sagði Eva vægðarlaus. Tim andvarpaði og kveikti sér í nýrri sígarettu. ,,Jæja, en gerðu þér þá fyrst Ijóst, hvað þú anar út í. Og segðu svo ekki, að ég hafi ekki aðvarað þig. Eftír þriggja kortéra ferð með strætis- vagni komum við loks til Beards- leys. Jæja, við komum upp. Dyrnar standa opnar, og að innan heyrist kliður eins og í fuglabjargi um varptímann, eða eins og fleiri tugum manns hafi verið troðið inn í litla herbergiskytru, þar sem 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.