Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 31
„Það held ég einmitt!“ Eva
fleygði sænginni rösklega til hlið-
ar. ,,Og nú förum við á fætur. Þú
getur baðað þig, á meðan ég þvæ
upp.“
Hann neyddi hana blíðlega en
ákveðið til að leggjast út af aftur.
,,Nei, bíddu nú við, mér finnst
ekki sangjarnt, að þú annist\ipp-
þvottinn."
,,Allt í lagi, þá gerir þú það.“
,,Það myndi ekki heldur vera
með öllu sanngjarnt!“
,,0, þú vilt bara tefja tímann.
Nú skulum við . . .“
,,Nei,“ sagði Tim móðgaður.
,,Það var ekki ætlunin. Þú ert
með svívirðilegar getsakir. Ég
legg bara til, að við látum örlög-
in ráða, hvort okkar eigi að þvo
upp. Ég skal meira að segja
bjóða kostakjör. Ef ég tapa, skal
ég ekki einasta hoppa fram úr
rúminu með bros á vör, heldur
líka þvo upp einn og auk þess
fara með þér í þetta ógæfusam-
lega kokkteilsamkvæmi. Er þetta
ekki viðunandi boð ?“
,,Og ef ég tapa ?“ spurði Eva
tortryggin.
,,Nú, það liggur alveg í augum
uppi.“ Tim yppti öxlum kæru-
leysislega. ,,Þá ferð þú á fætur
og þværð upp þessa fáu bolla.
Það tekur aðeins andartak. Og
svo kemur þú hingað inn með
nokkrar bækur og við skrúfum frá
útvarpinu og eyðum ánægjuleg-
um sunnudegi hér í rúminu, eins
og verið hefur tilætlan drottins
frá örófi alda eftir strit vikunnar.
En því miður verð það ég, sem
tapa.“ Hann hristi höfuðið dap-
urlega. ,,Mér segist illa hugur um
það.“
,,Mér líka,“ sagði Eva þurr-
lega. „Hvernig hefurðu hugsað
þér, að örlögin skeri úr í þetta
sinn?“ Hún leit tortryggin á
hann.
,,Tja,“ sagði Tim með sínu
ærlegasta brosi, ,,ég get til dæm-
is hugsað mér tölu ..."
,,Nei! Ég gín nú ekki við slíku
tvisvar. Síðast, þegar . . .“
,,Nú jæja,“ sagði hann fljótt.
„Tortryggni þín særir mig næst-
um. En þá finnum við eitthvað
annað. Við getum látið það vera
komið undir hæfni, í stað heppni.
Ég tel upp í þrjá — taktu nú eft-
ir ! — og í sömu andrá og ég segi
þrír, stökkvum við bæði fram úr
rúminu. Þú hefur hvort sem er
alltaf verið að reyna að fá mig
til þess. Og það okkar, sem fyrr
stendur upprétt með báða fætur
á gólfinu, tapar.“
„Heyrðu, Tim, heldurðu virki-
lega, að ég sé svo einföld . . .“
,,Nei, en hafði ég nokkru að
tapa, þó ég reyndi það ?“
Eva tók könnuna og skipti
milli þeirra síðasta, hálfkalda
JIJLÍ, 1952
29