Heimilisritið - 01.07.1952, Blaðsíða 17
Ea hann fann hana I faðmi Lnis vinar síns . .
TVEIR MENN
OG
EIN STÚLKA
Stutt smásaga
efir
BILLY ROSE
ER VIÐ dvöldum í Mexíkó-
borg fyrir skömmu, fórum við í
ökuferð um íbúðarhverfin — þann
hluta Tequilaborgarinnar þar sem
fortíð og nútíð mætast — og síð-
an héldum við út úr borginni til
að skoða umhverfið.
Þegar við höfðum ekið um
fimmtíu kílómetra og vorum í
þann veginn að snúa við, fórum
við fram hjá afarstórum kirkju-
garði, umluktum háum múrum,
og þar eð við höfðum heyrt, að
IVIexíkómenn geta gert listaverk
með meitli og marmara, stakk ég
upp á því, að við færum út og
auðguðum andann dálítið.
Umsjónarmaðurinn — gamall
fauskur með hár jafnhvítt og
jökullinn á Popocatepetl — opn-
aði hliðið fyrir okkur, og í næsta
hálftíma ráfuðum við milli leg-.
steinanna, og hinn mexíkanski
vinur vor, Cantinflas, sem hafði
ekið okkur, var ágætur leiðsögu-
maður og skýrði fyrir okkur
margt merkilegt um kirkjugarðs-
búa, eins og hann orðaði það.
Meðal annars fræddi hann
okkur um ,,Dag hinna dánu“,
,,El Dia de los Muertos“. Það
lítur út fyrir, að þessir góðu Mexí-
kómenn hafi það stöðugt á tilfinn-
ingunni, að dauðinn sé á næstu
grösum, og þeir líta á manninn
með ljáinn með blendingi af lotn-
ingu og brennandi forvitni. Hafi
þeir lifað sæmilega heiðarlegu
lífi, álíta þeir sig örugga um að
fá að sameinast vinum og ætt-
ingjum í landinu, þar sem dýrleg
tónlist ómar á hverju kvöldi og
langvarandi þurrkur er óþekkt
fyrirbrigði.
JÚLÍ, 1952
15